Athafnarsvæði - Sauðárkrókur - AT-403 - Deiliskipulag
Málsnúmer 2403135
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024
Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lögð fram skipulagslýsing “Sauðárkrókur, athafnarsvæði AT-403" dags. 04.06.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. SL01, í verki nr. 56293300 unnin af Birni Magnúsi Árnasyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Eftirspurn eftir lóðum á athafnasvæðum hefur aukist til muna á Sauðárkróki síðustu árin og hefur framboð á lausum athafnalóðum minnkað samhliða. Vorið 2024 voru 3 hús á athafnasvæði í byggingu og áform eru um uppbyggingu á fleiri lóðum sem eru óbyggðar en hefur verið úthlutað. Skagafjörður hyggst bregðast við þessari þróun með því að skipuleggja lóðir á þeim hluta athafnasvæðis nr. AT-403, sem lóðir hafa ekki verið stofnaðar á. Afmörkunin fylgir mörkum athafnasvæðis AT-403 að vestan-, sunnan- og austanverðu. Að norðanverðu afmarkast svæðið að mestu leyti af núverandi byggð en einnig mörkum AT-403, austan Sauðárkróksbrautar (75). Skipulagssvæðið er um 21,7 ha að stærð. Skilmálar eins og nýtingarhlutfall, eða hámarksbyggingarmagn lóða, hámarksbyggingarhæð o.fl. verða ákvarðaðir þegar helstu stærðir og forsendur liggja fyrir. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að reynt sé að flýta verkefninu eins og kostur er þar sem vöntun sé orðin á lóðum fyrir athafnarstarfsemi á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna fyrir Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403 og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, skipulagslýsinguna fyrir Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403, að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein.
„Lögð fram skipulagslýsing “Sauðárkrókur, athafnarsvæði AT-403" dags. 04.06.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. SL01, í verki nr. 56293300 unnin af Birni Magnúsi Árnasyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Eftirspurn eftir lóðum á athafnasvæðum hefur aukist til muna á Sauðárkróki síðustu árin og hefur framboð á lausum athafnalóðum minnkað samhliða. Vorið 2024 voru 3 hús á athafnasvæði í byggingu og áform eru um uppbyggingu á fleiri lóðum sem eru óbyggðar en hefur verið úthlutað. Skagafjörður hyggst bregðast við þessari þróun með því að skipuleggja lóðir á þeim hluta athafnasvæðis nr. AT-403, sem lóðir hafa ekki verið stofnaðar á. Afmörkunin fylgir mörkum athafnasvæðis AT-403 að vestan-, sunnan- og austanverðu. Að norðanverðu afmarkast svæðið að mestu leyti af núverandi byggð en einnig mörkum AT-403, austan Sauðárkróksbrautar (75). Skipulagssvæðið er um 21,7 ha að stærð. Skilmálar eins og nýtingarhlutfall, eða hámarksbyggingarmagn lóða, hámarksbyggingarhæð o.fl. verða ákvarðaðir þegar helstu stærðir og forsendur liggja fyrir. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að reynt sé að flýta verkefninu eins og kostur er þar sem vöntun sé orðin á lóðum fyrir athafnarstarfsemi á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna fyrir Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403 og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, skipulagslýsinguna fyrir Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403, að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein.
Skipulagsnefnd - 56. fundur - 23.08.2024
Farið yfir innsendar umsagnir við skipulagslýsingu fyrir "Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 808/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/808.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
Skipulagsnefnd - 59. fundur - 19.09.2024
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að halda opna vinnustofu fimmtudaginn 24. október næstkomandi vegna frekari hönnunar og hugmyndavinnu fyrir deiliskipulag vegna Athafnarsvæðis á Sauðárkróki AT-403 sem nú er í vinnslu.
Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum, leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Við gerð deiluskipulags athafnasvæði - Sauðárkrókur - AT-403 mun sveitarstjórn nýta sér 8. grein um vilyrði í reglum sveitarfélagsins um úthlutun byggingarlóða til að skipuleggja sérstaklega lóð fyrir lágvöruverslun á umræddu athafnasvæði. Í 8. grein reglna um úthlutun byggingarlóða segir m.a.: “Sveitarstjórn er í sérstökum tilvikum, ef málefnaleg rök eru til þess, heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum/svæðum fyrir atvinnustarfsemi án auglýsingar, innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum". Sú lóð verður með ívilnunum þar sem felld verða niður eða veittur verulegur afsláttur af lóða- og gatnagerðagjöldum. Fordæmi eru í sveitarfélaginu fyrir ívilnunum af slíku tagi.
Samkvæmt bæði áliti lögmanns og úthlutunarreglum sveitarfélagins er vel mögulegt að nýta 8. gr. úthlutunarreglanna ef málefnaleg rök mæla með því.
Í ljósi þess að engin lágvöruverslun er starfandi á landsvæðinu frá Borgarnesi yfir til Akureyrar þá myndi lágvöruverslun hér þjóna talsvert stóru svæði, eða tæplega 7 þúsund íbúum. Sauðárkrókur er landfræðilega vel staðsettur fyrir fólk að sækja þjónustu af þessu tagi. Það myndi það minnka kolefnisspor íbúa að hafa lágvöruverslun í nágrenninu þar sem mörg sækja slíka þjónustu yfir lengri veg, eins myndi það auka öryggi íbúa að þurfa ekki að fara lengri leið eftir slíkri þjónustu yfir vetrartímann. Að íbúar leiti annað til eftir þjónustu lágvöruverslunar leiðir til þess að önnur viðskipti og fjármagn flæðir úr samfélaginu. Með lágvöruverslun fá íbúar aðgang að fjölbreyttu úrvali af vörum á lægri verði sem getur aukið lífsgæði og sparað bæði tíma og fjármagn. Auk þess myndi slík verslun auka samkeppni á milli verslana á svæðinu sem oft leiðir til lækkunar á verðlagi. Margir myndu hafa ávinning af slíkri lágvöruverslun sem myndi laða að sér íbúa nágrannahéraða og þannig almennt auka við þjónustu annarra fyrirtækja á staðnum, því lágvöruverslanir stuðla að því að byggðarkjarnar verði sjálfbærari með því að bjóða upp á grunnþjónustu á staðnum. Auk þess skapa þær störf, koma í veg fyrir að fólk þurfi að leita annað eftir vörum og þjónustu og halda þannig fjármagni frekar í samfélaginu auk þess að laða að fleiri fyrirtæki. Allt þetta styrkir staðbundið atvinnulíf og efnahag. Þó íbúar Skagafjarðar hafi mælst hamingjusamastir allra landsmanna í íbúakönnun Vífils Karlssonar á þessu ári, þá kemur berlega fram í niðurstöðum könnunarinnar að vöruverð er sá þáttur sem kemur hvað verst út að mati íbúa Skagafjarðar. Hefur vöruverð að mati íbúa verið gegnumgangandi einn af neikvæðustu þáttum sveitarfélagsins í fyrri könnunum Vífils á þessu svæði, sem og í næstu sýslum til vesturs.
Deiliskipulag á að taka hliðsjón af þörfum samfélagsins til framtíðar og leitast við að laða að sér þá þjónustu og starfsemi sem samfélagið kallar eftir og gerir aðdráttarafl þess til búsetu enn meira. Í heildina stuðlar lágvöruverslun í byggðakjörnum að betri þjónustu fyrir íbúa, sterkari staðbundnum efnahag og aukinni sjálfbærni samfélagsins."
Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum framkomna tillögu og vísar henni til umfjöllunar sveitarstjórnar.
Sigríður Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu tillögunnar.
Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum, leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Við gerð deiluskipulags athafnasvæði - Sauðárkrókur - AT-403 mun sveitarstjórn nýta sér 8. grein um vilyrði í reglum sveitarfélagsins um úthlutun byggingarlóða til að skipuleggja sérstaklega lóð fyrir lágvöruverslun á umræddu athafnasvæði. Í 8. grein reglna um úthlutun byggingarlóða segir m.a.: “Sveitarstjórn er í sérstökum tilvikum, ef málefnaleg rök eru til þess, heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum/svæðum fyrir atvinnustarfsemi án auglýsingar, innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum". Sú lóð verður með ívilnunum þar sem felld verða niður eða veittur verulegur afsláttur af lóða- og gatnagerðagjöldum. Fordæmi eru í sveitarfélaginu fyrir ívilnunum af slíku tagi.
Samkvæmt bæði áliti lögmanns og úthlutunarreglum sveitarfélagins er vel mögulegt að nýta 8. gr. úthlutunarreglanna ef málefnaleg rök mæla með því.
Í ljósi þess að engin lágvöruverslun er starfandi á landsvæðinu frá Borgarnesi yfir til Akureyrar þá myndi lágvöruverslun hér þjóna talsvert stóru svæði, eða tæplega 7 þúsund íbúum. Sauðárkrókur er landfræðilega vel staðsettur fyrir fólk að sækja þjónustu af þessu tagi. Það myndi það minnka kolefnisspor íbúa að hafa lágvöruverslun í nágrenninu þar sem mörg sækja slíka þjónustu yfir lengri veg, eins myndi það auka öryggi íbúa að þurfa ekki að fara lengri leið eftir slíkri þjónustu yfir vetrartímann. Að íbúar leiti annað til eftir þjónustu lágvöruverslunar leiðir til þess að önnur viðskipti og fjármagn flæðir úr samfélaginu. Með lágvöruverslun fá íbúar aðgang að fjölbreyttu úrvali af vörum á lægri verði sem getur aukið lífsgæði og sparað bæði tíma og fjármagn. Auk þess myndi slík verslun auka samkeppni á milli verslana á svæðinu sem oft leiðir til lækkunar á verðlagi. Margir myndu hafa ávinning af slíkri lágvöruverslun sem myndi laða að sér íbúa nágrannahéraða og þannig almennt auka við þjónustu annarra fyrirtækja á staðnum, því lágvöruverslanir stuðla að því að byggðarkjarnar verði sjálfbærari með því að bjóða upp á grunnþjónustu á staðnum. Auk þess skapa þær störf, koma í veg fyrir að fólk þurfi að leita annað eftir vörum og þjónustu og halda þannig fjármagni frekar í samfélaginu auk þess að laða að fleiri fyrirtæki. Allt þetta styrkir staðbundið atvinnulíf og efnahag. Þó íbúar Skagafjarðar hafi mælst hamingjusamastir allra landsmanna í íbúakönnun Vífils Karlssonar á þessu ári, þá kemur berlega fram í niðurstöðum könnunarinnar að vöruverð er sá þáttur sem kemur hvað verst út að mati íbúa Skagafjarðar. Hefur vöruverð að mati íbúa verið gegnumgangandi einn af neikvæðustu þáttum sveitarfélagsins í fyrri könnunum Vífils á þessu svæði, sem og í næstu sýslum til vesturs.
Deiliskipulag á að taka hliðsjón af þörfum samfélagsins til framtíðar og leitast við að laða að sér þá þjónustu og starfsemi sem samfélagið kallar eftir og gerir aðdráttarafl þess til búsetu enn meira. Í heildina stuðlar lágvöruverslun í byggðakjörnum að betri þjónustu fyrir íbúa, sterkari staðbundnum efnahag og aukinni sjálfbærni samfélagsins."
Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum framkomna tillögu og vísar henni til umfjöllunar sveitarstjórnar.
Sigríður Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu tillögunnar.
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 31. fundur - 23.10.2024
Máli vísað frá 59. fundi skipulagsnefndar þann 19. september sl., þannig bókað:
"Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum, leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Við gerð deiluskipulags athafnasvæði - Sauðárkrókur - AT-403 mun sveitarstjórn nýta sér 8. grein um vilyrði í reglum sveitarfélagsins um úthlutun byggingarlóða til að skipuleggja sérstaklega lóð fyrir lágvöruverslun á umræddu athafnasvæði. Í 8. grein reglna um úthlutun byggingarlóða segir m.a.: “Sveitarstjórn er í sérstökum tilvikum, ef málefnaleg rök eru til þess, heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum/svæðum fyrir atvinnustarfsemi án auglýsingar, innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum". Sú lóð verður með ívilnunum þar sem felld verða niður eða veittur verulegur afsláttur af lóða- og gatnagerðagjöldum. Fordæmi eru í sveitarfélaginu fyrir ívilnunum af slíku tagi.
Samkvæmt bæði áliti lögmanns og úthlutunarreglum sveitarfélagins er vel mögulegt að nýta 8. gr. úthlutunarreglanna ef málefnaleg rök mæla með því.
Í ljósi þess að engin lágvöruverslun er starfandi á landsvæðinu frá Borgarnesi yfir til Akureyrar þá myndi lágvöruverslun hér þjóna talsvert stóru svæði, eða tæplega 7 þúsund íbúum. Sauðárkrókur er landfræðilega vel staðsettur fyrir fólk að sækja þjónustu af þessu tagi. Það myndi það minnka kolefnisspor íbúa að hafa lágvöruverslun í nágrenninu þar sem mörg sækja slíka þjónustu yfir lengri veg, eins myndi það auka öryggi íbúa að þurfa ekki að fara lengri leið eftir slíkri þjónustu yfir vetrartímann. Að íbúar leiti annað til eftir þjónustu lágvöruverslunar leiðir til þess að önnur viðskipti og fjármagn flæðir úr samfélaginu. Með lágvöruverslun fá íbúar aðgang að fjölbreyttu úrvali af vörum á lægri verði sem getur aukið lífsgæði og sparað bæði tíma og fjármagn. Auk þess myndi slík verslun auka samkeppni á milli verslana á svæðinu sem oft leiðir til lækkunar á verðlagi. Margir myndu hafa ávinning af slíkri lágvöruverslun sem myndi laða að sér íbúa nágrannahéraða og þannig almennt auka við þjónustu annarra fyrirtækja á staðnum, því lágvöruverslanir stuðla að því að byggðarkjarnar verði sjálfbærari með því að bjóða upp á grunnþjónustu á staðnum. Auk þess skapa þær störf, koma í veg fyrir að fólk þurfi að leita annað eftir vörum og þjónustu og halda þannig fjármagni frekar í samfélaginu auk þess að laða að fleiri fyrirtæki. Allt þetta styrkir staðbundið atvinnulíf og efnahag. Þó íbúar Skagafjarðar hafi mælst hamingjusamastir allra landsmanna í íbúakönnun Vífils Karlssonar á þessu ári, þá kemur berlega fram í niðurstöðum könnunarinnar að vöruverð er sá þáttur sem kemur hvað verst út að mati íbúa Skagafjarðar. Hefur vöruverð að mati íbúa verið gegnumgangandi einn af neikvæðustu þáttum sveitarfélagsins í fyrri könnunum Vífils á þessu svæði, sem og í næstu sýslum til vesturs.
Deiliskipulag á að taka hliðsjón af þörfum samfélagsins til framtíðar og leitast við að laða að sér þá þjónustu og starfsemi sem samfélagið kallar eftir og gerir aðdráttarafl þess til búsetu enn meira. Í heildina stuðlar lágvöruverslun í byggðakjörnum að betri þjónustu fyrir íbúa, sterkari staðbundnum efnahag og aukinni sjálfbærni samfélagsins."
Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum framkomna tillögu og vísar henni til umfjöllunar sveitarstjórnar.
Sigríður Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu tillögunnar."
Gísli Sigurðsson, Einar E. Einarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Álfhildur Leifsdóttir kvöddu sér hljóðs.
Þá kvaddi Jóhanna Ey Harðardóttir sér hljóðs og lagði fram bókun svohljóðandi:
"Við fulltrúar Byggðalistans getum ekki stutt þá tillögu að bjóða lágvöruverslunum ívilnanir þar sem felld verði niður eða veittur verði verulegur afsláttur af lóða- og gatnagerðagjöldum. Við vitum að skipulagsvinna og gatnagerð kostar mikla fjármuni og styðjum við ekki að íbúar Skagafjarðar taki þann kostnað á sig.
Við teljum mikilvægt að sveitarfélagið stuðli að jöfnuði þegar kemur að þjónustu við íbúa og fyrirtækjaeigendur og leggi sitt að mörkum við að jafna búsetuskilyrði eins og kostur er. Á sama tíma er mikilvægt að kjörnir fulltrúar missi ekki sjónar á ábyrgð sinni þegar kemur að ákvarðanatöku varðandi nýtingu á skattfé hins almenna borgara.
Við teljum samt sem áður jákvætt að skilgreint verði verslunar og þjónustusvæði innan ,,Athafnasvæði á Sauðárkróki AT-403“, þar sem meðal annars lágvöruverslanir geti sótt um lóð eins og hver önnur verslunar- og þjónustufyrirtæki.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson"
Þá kvaddi Gísli Sigurðsson sér hljóðs og lagði fram bókun fyrir hönd flokka í meirihluta, svohljóðandi:
"Vegna framkominnar tillögu vill meirihluti sveitarstjórnar benda á að 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í Skagafirði er eingöngu ætluð til að veita vilyrði fyrir úthlutun lóða/svæða fyrir atvinnustarfsemi án auglýsingar, innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum. Til að hægt sé að beita þessari grein þarf að liggja fyrir umsókn frá fyrirtæki eða einstaklingum um lóð eða svæði svo hægt sé að úthluta samkvæmt 8. greininni. Í þessu tilfelli liggur engin slík umsókn fyrir.
Það er heldur ekki hægt, og ekki framkvæmanlegt við gerð deiliskipulags, að merkja fyrirfram ákveðnar lóðir ákveðnum fyrirtækjum, án þess að umsókn liggi fyrir.
Hvað varðar þann hluta tillögunnar um að veita ótilgreindri lágvöruverðsverslun enn frekari ívilnanir í formi t.d. niðurfellingar gatnagerðagjalda, þá er ekkert í 8. grein reglna um úthlutun byggingarlóða sem heimilar það - allra síst í gegnum deiliskipulagsgerð.
Staðreyndin er sú að það geta allir sem vilja sótt um lóð eða svæði sem ekki hefur verið auglýst og ef viðkomandi vill láta reyna á einhverja frekari ívilnun með rökum, þá er það byggðarráðs og sveitarstjórnar að taka ákvörðun um slíkt.
Það að fá úthlutun á grundvelli áttundu greinarinnar er þannig alls ekki sjálfkrafa ávísun á frekari ívilnun.
Jafnframt kemur verulega á óvart að VG og óháðir skuli fara fram með þessum hætti að vilja sveigja og beygja reglur sveitarfélagsins til að geta veitt stórfyrirtækjum eins Högum, Festi eða öðrum „lágvöruverðsverslunum á Íslandi“, sérstaka og óumbeðna ívilnunarsamninga fyrir fram og festa það sem kvöð á lóðir í deiliskipulagsgerð. Engin fordæmi eru til í Skagafirði um t.d. afslátt af gatnagerðagjöldum til fyrirtækja.
Þessi tillaga er því vanhugsuð og hefur í reynd ekkert með áhuga okkar að gera um það hvort hingað komi fleiri verslunarkeðjur eða söluaðilar en nú þegar eru til staðar. Séu einhverjir sem hafa áhuga á að byggja hér lágvöruverðsverslun eða annarskonar verslunarstarfsemi, þá er þeim öllum velkomið að sækja um lóðir eða svæði samkvæmt gildandi reglum. Við tækjum slíkum umsóknum fagnandi en styðjum ekki vinnubrögð eins og þessi.
Meirihluti sveitarstjórnar leggur því til að tillögunni verði hafnað og vísar því til skipulagsnefndar að skoða í framhaldinu hvort vöntun sé á lóðum eða svæðum á Sauðárkróki fyrir verslun og þjónustu."
Þá kvaddi Steinunn Rósa Guðmundsdóttir sér hljóðs og lagði fram bókun VG og óháðra, svohljóðandi:
"Samkvæmt bæði áliti lögmanns og úthlutunarreglum sveitarfélagins er vel mögulegt að nýta 8. gr. úthlutunarreglna ef málefnaleg rök mæla með því og eru vissulega fordæmi fyrir því. Eins vísar tillagan til sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 7. gr. gjaldskrár gatnagerðagjalda sem við vorum að samþykkja en þar er vísað til laga nr 153/2006 sem segir: sveitarstjórn er heimilt að ákveða í samþykkt sinni um gatnagerðargjald, sbr. 12. gr., að mishátt gatnagerðargjald skuli greiða vegna eftirtalinna bygginga eftir notkun og er þar m.a. verslunar-, skrifstofu- og þjónustuhúsnæðis tiltekið.
Í ljósi þess að engin lágvöruverslun er starfandi á landsvæðinu frá Borgarnesi yfir til Akureyrar þá myndi lágvöruverslun hér þjóna talsvert stóru svæði, eða tæplega 7 þúsund íbúum. Sauðárkrókur er landfræðilega vel staðsettur fyrir fólk að sækja þjónustu af þessu tagi. Það myndi minnka kolefnisspor íbúa að hafa lágvöruverslun í nágrenninu þar sem mörg sækja slíka þjónustu yfir lengri veg. Eins myndi það auka öryggi íbúa að þurfa ekki að fara lengri leið eftir slíkri þjónustu yfir vetrartímann. Með lágvöruverslun fá íbúar aðgang að fjölbreyttu úrvali af vörum á lægri verði sem getur aukið lífsgæði og sparað bæði tíma og fjármagn. Auk þess myndi slík verslun auka samkeppni á svæðinu sem oft leiðir til lækkunar á verðlagi. Margir myndu hafa ávinning af slíkri lágvöruverslun sem myndi laða að sér íbúa nágranna héraða og þannig almennt auka við þjónustu annarra fyrirtækja á staðnum, því lágvöruverslanir stuðla að því að byggðarkjarnar verði sjálfbærari með því að bjóða upp á grunnþjónustu á staðnum. Auk þess skapa þær störf, koma í veg fyrir að fólk þurfi að leita annað eftir vörum og þjónustu og halda þannig fjármagni frekar í samfélaginu auk þess að laða að fleiri fyrirtæki. Allt þetta styrkir staðbundið atvinnulíf og efnahag. Þó íbúar Skagafjarðar hafi mælst hamingjusamastir allra landsmanna í íbúakönnun Vífils Karlssonar á þessu ári, þá kemur berlega fram í niðurstöðum könnunarinnar að vöruverð er sá þáttur sem kemur hvað verst út að mati íbúa Skagafjarðar. Hefur vöruverð að mati íbúa verið gegnumgangandi einn af neikvæðustu þáttum sveitarfélagsins í fyrri könnunum Vífils á þessu svæði, sem og í næstu sýslum til vesturs. Nú höfum við tækifæri til að verða við þessu ákalli íbúa og beita réttmætum ívilnunum til að laða hingað lágvöruverslun með þeim ávinningi sem hér var farið yfir en því miður er ekki vilji til þess.
Röksemdir um að ekki megi hygla með ívilnunum með þessum hætti eru kómísk í þessu sveitarfélagi sem sannarlega hyglir með slíkum hætti og hefur gert lengi. Þar má nefna sérsniðna gjaldskrá heita vatnsins þar sem stórt fyrirtæki á svæðinu fær 70% afslátt en svo rausnarlegur afsláttur þekkist ekki í öðrum sveitarfélögum. Sú heitavantsívilnun og það að þessi tillaga til að verða við óskum íbúa sé felld, er ansi afhjúpandi."
Þá kvaddi Sveinn Þ. Finster Úlfarsson sér hljóðs.
Hlé gert á fundinum.
Þá kvaddi Einar E. Einarsson sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Meirihluti sveitarstjórnar vill árétta og leiðrétta að það er ekkert í gjaldskrá gatnagerðargjalda Skagafjarðar sem heimilar sjálfkrafa afslátt gatnagerðagjalda. Samkvæmt okkar reglum þarf sá sem óskar afsláttar að sækja um til sveitarstjórnar og verður það þá að afgreiðast sérstaklega með rökstuðningi. Við viljum jafnframt árétta að meirihlutinn myndi fagna komu lágvöruverslanna en það verða allir að sitja við sama borð gagnvart reglum sveitarfélagsins."
Hlé gert á fundinum.
Þá kvaddi Gísli Sigurðsson sér hljóðs.
Forseti ber tillögu meirihluta um að tillögunni verði hafnað og vísað til skipulagsnefndar að skoða í framhaldinu hvort vöntun sé á lóðum eða svæðum á Sauðárkróki fyrir verslun og þjónustu. Tillagan er samþykkt með sjö atkvæðum gegn tveimur atkvæðum VG og óháðra.
"Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum, leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Við gerð deiluskipulags athafnasvæði - Sauðárkrókur - AT-403 mun sveitarstjórn nýta sér 8. grein um vilyrði í reglum sveitarfélagsins um úthlutun byggingarlóða til að skipuleggja sérstaklega lóð fyrir lágvöruverslun á umræddu athafnasvæði. Í 8. grein reglna um úthlutun byggingarlóða segir m.a.: “Sveitarstjórn er í sérstökum tilvikum, ef málefnaleg rök eru til þess, heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum/svæðum fyrir atvinnustarfsemi án auglýsingar, innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum". Sú lóð verður með ívilnunum þar sem felld verða niður eða veittur verulegur afsláttur af lóða- og gatnagerðagjöldum. Fordæmi eru í sveitarfélaginu fyrir ívilnunum af slíku tagi.
Samkvæmt bæði áliti lögmanns og úthlutunarreglum sveitarfélagins er vel mögulegt að nýta 8. gr. úthlutunarreglanna ef málefnaleg rök mæla með því.
Í ljósi þess að engin lágvöruverslun er starfandi á landsvæðinu frá Borgarnesi yfir til Akureyrar þá myndi lágvöruverslun hér þjóna talsvert stóru svæði, eða tæplega 7 þúsund íbúum. Sauðárkrókur er landfræðilega vel staðsettur fyrir fólk að sækja þjónustu af þessu tagi. Það myndi það minnka kolefnisspor íbúa að hafa lágvöruverslun í nágrenninu þar sem mörg sækja slíka þjónustu yfir lengri veg, eins myndi það auka öryggi íbúa að þurfa ekki að fara lengri leið eftir slíkri þjónustu yfir vetrartímann. Að íbúar leiti annað til eftir þjónustu lágvöruverslunar leiðir til þess að önnur viðskipti og fjármagn flæðir úr samfélaginu. Með lágvöruverslun fá íbúar aðgang að fjölbreyttu úrvali af vörum á lægri verði sem getur aukið lífsgæði og sparað bæði tíma og fjármagn. Auk þess myndi slík verslun auka samkeppni á milli verslana á svæðinu sem oft leiðir til lækkunar á verðlagi. Margir myndu hafa ávinning af slíkri lágvöruverslun sem myndi laða að sér íbúa nágrannahéraða og þannig almennt auka við þjónustu annarra fyrirtækja á staðnum, því lágvöruverslanir stuðla að því að byggðarkjarnar verði sjálfbærari með því að bjóða upp á grunnþjónustu á staðnum. Auk þess skapa þær störf, koma í veg fyrir að fólk þurfi að leita annað eftir vörum og þjónustu og halda þannig fjármagni frekar í samfélaginu auk þess að laða að fleiri fyrirtæki. Allt þetta styrkir staðbundið atvinnulíf og efnahag. Þó íbúar Skagafjarðar hafi mælst hamingjusamastir allra landsmanna í íbúakönnun Vífils Karlssonar á þessu ári, þá kemur berlega fram í niðurstöðum könnunarinnar að vöruverð er sá þáttur sem kemur hvað verst út að mati íbúa Skagafjarðar. Hefur vöruverð að mati íbúa verið gegnumgangandi einn af neikvæðustu þáttum sveitarfélagsins í fyrri könnunum Vífils á þessu svæði, sem og í næstu sýslum til vesturs.
Deiliskipulag á að taka hliðsjón af þörfum samfélagsins til framtíðar og leitast við að laða að sér þá þjónustu og starfsemi sem samfélagið kallar eftir og gerir aðdráttarafl þess til búsetu enn meira. Í heildina stuðlar lágvöruverslun í byggðakjörnum að betri þjónustu fyrir íbúa, sterkari staðbundnum efnahag og aukinni sjálfbærni samfélagsins."
Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum framkomna tillögu og vísar henni til umfjöllunar sveitarstjórnar.
Sigríður Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu tillögunnar."
Gísli Sigurðsson, Einar E. Einarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Álfhildur Leifsdóttir kvöddu sér hljóðs.
Þá kvaddi Jóhanna Ey Harðardóttir sér hljóðs og lagði fram bókun svohljóðandi:
"Við fulltrúar Byggðalistans getum ekki stutt þá tillögu að bjóða lágvöruverslunum ívilnanir þar sem felld verði niður eða veittur verði verulegur afsláttur af lóða- og gatnagerðagjöldum. Við vitum að skipulagsvinna og gatnagerð kostar mikla fjármuni og styðjum við ekki að íbúar Skagafjarðar taki þann kostnað á sig.
Við teljum mikilvægt að sveitarfélagið stuðli að jöfnuði þegar kemur að þjónustu við íbúa og fyrirtækjaeigendur og leggi sitt að mörkum við að jafna búsetuskilyrði eins og kostur er. Á sama tíma er mikilvægt að kjörnir fulltrúar missi ekki sjónar á ábyrgð sinni þegar kemur að ákvarðanatöku varðandi nýtingu á skattfé hins almenna borgara.
Við teljum samt sem áður jákvætt að skilgreint verði verslunar og þjónustusvæði innan ,,Athafnasvæði á Sauðárkróki AT-403“, þar sem meðal annars lágvöruverslanir geti sótt um lóð eins og hver önnur verslunar- og þjónustufyrirtæki.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson"
Þá kvaddi Gísli Sigurðsson sér hljóðs og lagði fram bókun fyrir hönd flokka í meirihluta, svohljóðandi:
"Vegna framkominnar tillögu vill meirihluti sveitarstjórnar benda á að 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í Skagafirði er eingöngu ætluð til að veita vilyrði fyrir úthlutun lóða/svæða fyrir atvinnustarfsemi án auglýsingar, innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum. Til að hægt sé að beita þessari grein þarf að liggja fyrir umsókn frá fyrirtæki eða einstaklingum um lóð eða svæði svo hægt sé að úthluta samkvæmt 8. greininni. Í þessu tilfelli liggur engin slík umsókn fyrir.
Það er heldur ekki hægt, og ekki framkvæmanlegt við gerð deiliskipulags, að merkja fyrirfram ákveðnar lóðir ákveðnum fyrirtækjum, án þess að umsókn liggi fyrir.
Hvað varðar þann hluta tillögunnar um að veita ótilgreindri lágvöruverðsverslun enn frekari ívilnanir í formi t.d. niðurfellingar gatnagerðagjalda, þá er ekkert í 8. grein reglna um úthlutun byggingarlóða sem heimilar það - allra síst í gegnum deiliskipulagsgerð.
Staðreyndin er sú að það geta allir sem vilja sótt um lóð eða svæði sem ekki hefur verið auglýst og ef viðkomandi vill láta reyna á einhverja frekari ívilnun með rökum, þá er það byggðarráðs og sveitarstjórnar að taka ákvörðun um slíkt.
Það að fá úthlutun á grundvelli áttundu greinarinnar er þannig alls ekki sjálfkrafa ávísun á frekari ívilnun.
Jafnframt kemur verulega á óvart að VG og óháðir skuli fara fram með þessum hætti að vilja sveigja og beygja reglur sveitarfélagsins til að geta veitt stórfyrirtækjum eins Högum, Festi eða öðrum „lágvöruverðsverslunum á Íslandi“, sérstaka og óumbeðna ívilnunarsamninga fyrir fram og festa það sem kvöð á lóðir í deiliskipulagsgerð. Engin fordæmi eru til í Skagafirði um t.d. afslátt af gatnagerðagjöldum til fyrirtækja.
Þessi tillaga er því vanhugsuð og hefur í reynd ekkert með áhuga okkar að gera um það hvort hingað komi fleiri verslunarkeðjur eða söluaðilar en nú þegar eru til staðar. Séu einhverjir sem hafa áhuga á að byggja hér lágvöruverðsverslun eða annarskonar verslunarstarfsemi, þá er þeim öllum velkomið að sækja um lóðir eða svæði samkvæmt gildandi reglum. Við tækjum slíkum umsóknum fagnandi en styðjum ekki vinnubrögð eins og þessi.
Meirihluti sveitarstjórnar leggur því til að tillögunni verði hafnað og vísar því til skipulagsnefndar að skoða í framhaldinu hvort vöntun sé á lóðum eða svæðum á Sauðárkróki fyrir verslun og þjónustu."
Þá kvaddi Steinunn Rósa Guðmundsdóttir sér hljóðs og lagði fram bókun VG og óháðra, svohljóðandi:
"Samkvæmt bæði áliti lögmanns og úthlutunarreglum sveitarfélagins er vel mögulegt að nýta 8. gr. úthlutunarreglna ef málefnaleg rök mæla með því og eru vissulega fordæmi fyrir því. Eins vísar tillagan til sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 7. gr. gjaldskrár gatnagerðagjalda sem við vorum að samþykkja en þar er vísað til laga nr 153/2006 sem segir: sveitarstjórn er heimilt að ákveða í samþykkt sinni um gatnagerðargjald, sbr. 12. gr., að mishátt gatnagerðargjald skuli greiða vegna eftirtalinna bygginga eftir notkun og er þar m.a. verslunar-, skrifstofu- og þjónustuhúsnæðis tiltekið.
Í ljósi þess að engin lágvöruverslun er starfandi á landsvæðinu frá Borgarnesi yfir til Akureyrar þá myndi lágvöruverslun hér þjóna talsvert stóru svæði, eða tæplega 7 þúsund íbúum. Sauðárkrókur er landfræðilega vel staðsettur fyrir fólk að sækja þjónustu af þessu tagi. Það myndi minnka kolefnisspor íbúa að hafa lágvöruverslun í nágrenninu þar sem mörg sækja slíka þjónustu yfir lengri veg. Eins myndi það auka öryggi íbúa að þurfa ekki að fara lengri leið eftir slíkri þjónustu yfir vetrartímann. Með lágvöruverslun fá íbúar aðgang að fjölbreyttu úrvali af vörum á lægri verði sem getur aukið lífsgæði og sparað bæði tíma og fjármagn. Auk þess myndi slík verslun auka samkeppni á svæðinu sem oft leiðir til lækkunar á verðlagi. Margir myndu hafa ávinning af slíkri lágvöruverslun sem myndi laða að sér íbúa nágranna héraða og þannig almennt auka við þjónustu annarra fyrirtækja á staðnum, því lágvöruverslanir stuðla að því að byggðarkjarnar verði sjálfbærari með því að bjóða upp á grunnþjónustu á staðnum. Auk þess skapa þær störf, koma í veg fyrir að fólk þurfi að leita annað eftir vörum og þjónustu og halda þannig fjármagni frekar í samfélaginu auk þess að laða að fleiri fyrirtæki. Allt þetta styrkir staðbundið atvinnulíf og efnahag. Þó íbúar Skagafjarðar hafi mælst hamingjusamastir allra landsmanna í íbúakönnun Vífils Karlssonar á þessu ári, þá kemur berlega fram í niðurstöðum könnunarinnar að vöruverð er sá þáttur sem kemur hvað verst út að mati íbúa Skagafjarðar. Hefur vöruverð að mati íbúa verið gegnumgangandi einn af neikvæðustu þáttum sveitarfélagsins í fyrri könnunum Vífils á þessu svæði, sem og í næstu sýslum til vesturs. Nú höfum við tækifæri til að verða við þessu ákalli íbúa og beita réttmætum ívilnunum til að laða hingað lágvöruverslun með þeim ávinningi sem hér var farið yfir en því miður er ekki vilji til þess.
Röksemdir um að ekki megi hygla með ívilnunum með þessum hætti eru kómísk í þessu sveitarfélagi sem sannarlega hyglir með slíkum hætti og hefur gert lengi. Þar má nefna sérsniðna gjaldskrá heita vatnsins þar sem stórt fyrirtæki á svæðinu fær 70% afslátt en svo rausnarlegur afsláttur þekkist ekki í öðrum sveitarfélögum. Sú heitavantsívilnun og það að þessi tillaga til að verða við óskum íbúa sé felld, er ansi afhjúpandi."
Þá kvaddi Sveinn Þ. Finster Úlfarsson sér hljóðs.
Hlé gert á fundinum.
Þá kvaddi Einar E. Einarsson sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Meirihluti sveitarstjórnar vill árétta og leiðrétta að það er ekkert í gjaldskrá gatnagerðargjalda Skagafjarðar sem heimilar sjálfkrafa afslátt gatnagerðagjalda. Samkvæmt okkar reglum þarf sá sem óskar afsláttar að sækja um til sveitarstjórnar og verður það þá að afgreiðast sérstaklega með rökstuðningi. Við viljum jafnframt árétta að meirihlutinn myndi fagna komu lágvöruverslanna en það verða allir að sitja við sama borð gagnvart reglum sveitarfélagsins."
Hlé gert á fundinum.
Þá kvaddi Gísli Sigurðsson sér hljóðs.
Forseti ber tillögu meirihluta um að tillögunni verði hafnað og vísað til skipulagsnefndar að skoða í framhaldinu hvort vöntun sé á lóðum eða svæðum á Sauðárkróki fyrir verslun og þjónustu. Tillagan er samþykkt með sjö atkvæðum gegn tveimur atkvæðum VG og óháðra.
Eftirspurn eftir lóðum á athafnasvæðum hefur aukist til muna á Sauðárkróki síðustu árin og hefur framboð á lausum athafnalóðum minnkað samhliða. Vorið 2024 voru 3 hús á athafnasvæði í byggingu og áform eru um uppbyggingu á fleiri lóðum sem eru óbyggðar en hefur verið úthlutað. Skagafjörður hyggst bregðast við þessari þróun með því að skipuleggja lóðir á þeim hluta athafnasvæðis nr. AT-403, sem lóðir hafa ekki verið stofnaðar á.
Afmörkunin fylgir mörkum athafnasvæðis AT-403 að vestan-, sunnan- og austanverðu. Að norðanverðu afmarkast svæðið að mestu
leyti af núverandi byggð en einnig mörkum AT-403, austan Sauðárkróksbrautar (75). Skipulagssvæðið er um 21,7 ha að stærð.
Skilmálar eins og nýtingarhlutfall, eða hámarksbyggingarmagn lóða, hámarksbyggingarhæð o.fl. verða ákvarðaðir þegar helstu stærðir og forsendur liggja fyrir.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á að reynt sé að flýta verkefninu eins og kostur er þar sem vöntun sé orðin á lóðum fyrir athafnarstarfsemi á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna fyrir Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403 og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein.