Fara í efni

Fréttir

Áttundi og síðasti þáttur Atvinnupúlsins

02.02.2018
Fréttir
Á miðvikudagskvöld var áttundi og síðasti þáttur Atvinnupúlsins í Skagafirði á dagskrá N4 sjónvarps. Í þættinum er komið víða við, eins og í fyrri þáttum og er meðal annars fjallað um verslun í Skagafirði, fræðsluþjónustu sveitarfélagsins og sútunarverksmiðja heimsótt. Hægt að nálgast hlekk til að horfa á þáttinn í fréttinni.

Auglýsing um skipulagsmál - aðalskipulag 2009-2021 og tengivirki Varmahlíð

02.02.2018
Fréttir
Þann 23. janúar síðastliðinn samþykkti sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að leggja fram til kynningar drög að breytingum á aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021. Um er að ræða vinnslutillögu í fimm liðum. Valkosti á legu Blöndulínu 3, Sauðárkrókslínu, áframhaldandi frestun á virkjanakosti í Skagafirði, fella út urðunarsvæði við Brimnes, nýtt tengivirki og lega jarðstrengs á Sauðárkróki og ný efnistökusvæði vegna framkvæmda.

Launaútborgun 1. febrúar 2018

02.02.2018
Fréttir
Til upplýsinga til launþega Sveitarfélagsins Skagafjarðar þá var launaútborgun í gær gjaldfærð útaf reikningi sveitarfélagsins kl 13:02. Af óútskýrðum örsökum hafa launin ekki borist inn á bankareikninga starfsmanna. Búið er að hafa samband við bankann og leita skýringa og vonum við að málið leysist sem allra fyrst. Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.

Árshátíð miðstigs Árskóla

30.01.2018
Fréttir
Árleg árshátíð miðstigs Árskóla (5., 6. og 7. bekkjar) verður haldin í félagsheimilinu Bifröst í dag og á morgun. Dagskráin er fjölbreytt að vanda, leikur og söngur úr ýmsum áttum.

Auglýsing um deiliskipulag við Freyjugötu 25

29.01.2018
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir skipulagslýsingu vegna gerðar deiliskipulags við lóðina Freyjugötu 25 á Sauðárkróki en á lóðinni er bygging sem áður var kennsluhúsnæði Árskóla.

Starfsmaður óskast í þjónustu við fatlað fólk

26.01.2018
Fréttir
Starfsmaður starfar á heimili fyrir fatlaða einstaklinga. Starfið felur í sér að aðstoða fatlaða einstaklinga við athafnir daglegs lífs, s.s. við umönnun og afþreyingu ásamt öðrum verkefnum. Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og valdeflingu.

Sundlaugin í Varmahlíð opnar kl 15 mánudaginn 29. janúar

26.01.2018
Fréttir
Næstkomandi mánudag þann 29. janúar opnar sundlaugin í Varmahlíð ekki fyrr en kl 15 í staðinn fyrir kl 9 eins og vanalega á mánudögum. Ástæðan er námskeið sem starfsfólk sundlaugarinnar er að fara á.

Álagningu fasteignagjalda 2018 lokið

25.01.2018
Fréttir
Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður".

Framúrskarandi skagfirsk fyrirtæki 2017

24.01.2018
Fréttir
Síðastliðin átta ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar að teknu tilliti til ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Að þessu sinni komust 868 fyrirtæki á listann og hafa þau aldrei verið fleiri.