Fara í efni

Fréttir

Skýrsla nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands

12.02.2018
Fréttir
Á síðasta fundi umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem haldinn var þann 2. febrúar síðastliðinn var m.a. kynnt skýrsla sem nefnd á vegum Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins tók saman um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.

Garðyrkjufræðingur óskast

12.02.2018
Fréttir
Garðyrkjudeild Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir tímabundna stöðu garðyrkjufræðings lausa til umsóknar.

Garðyrkjudeild Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir starfsfólki í sumar

12.02.2018
Fréttir
Garðyrkjudeildin auglýsir 3 tímabundin störf laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2018.

Sumarstörf 2018 - Garðyrkjudeild

12.02.2018
Fréttir
Garðyrkjudeild Sveitarfélagsins Skagafjarðar leitar eftir ábyrgðarfullum, jákvæðum og sveigjanlegum einstaklingum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, frumkvæði, lipurð í mannlegum samskiptum, háttvísi og stundvísi.

Breyttur opnunartími í sundlauginni í Varmahlíð 15.- 17. febrúar

12.02.2018
Fréttir
Nú er framundan vetrarfrí í grunnskólum Skagafjarðar og breytist því opnunartími sundlaugarinnar í Varmahlíð 15. - 17. febrúar næstkomandi. Á fimmtudaginn er opið kl 16-21, lokað á föstudaginn og opið kl 10-15 laugardaginn 17. febrúar.

Sundlaugin á Hofsósi óskar eftir sundlaugarverði

09.02.2018
Fréttir
Tímabil starfs er frá 1. mars til 26. ágúst með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Starfið felst m.a. í öryggisgæslu við sjónvarpsskjá og laug, auk eftirlits með öryggiskerfum, afgreiðsla og baðvarsla.

Leikskólinn Tröllaborg í forvarnarverkefni gegn einelti

08.02.2018
Fréttir
Á degi leikskólans 6. febrúar síðastliðinn hófst forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólanum Tröllaborg með skemmtilegri heimsókn þar sem bangsinn Blær kom upp úr kössum bæði á Hofsósi og Hólum. Á kössunum var kort af Íslandi og leikskólinn merktur inn á kortið.

Sundlaug Sauðárkróks lokuð tímabundið í dag

06.02.2018
Fréttir
Vegna vinnu við heitavatnslögn þarf að grípa til tímabundinnar lokunar á Sundlaug Sauðárkróks í dag þriðjudaginn 6. febrúar og er laugin því lokuð eins og er. Ef allt gengur vel verður hugsanlega opnað aftur um kvöldmatarleytið í dag. Upplýsingar um opnunina verða birtar á facebook síðu sveitarfélagsins.

Auglýsing um skipulagsmál - mat á umhverfisáhrifum Öggur ehf

05.02.2018
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur tekið ákvörðun um að bleikjueldisstöð Öggurs ehf að Kjarvalsstöðum í Hjaltadal sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif sbr. viðmið í 2. viðauka við lög nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.