Frá og með 1. maí breyttist útivistartími barna til og með 1. september n.k. þar sem börn 12 ára og yngri mega vera úti til kl. 22 og börn 13-16 ára mega vera úti til kl. 24.
Vegna viðgerðar á stofnlögn í neðri bænum á Sauðárkróki verður heita vatnið tekið af kl 17 í dag 2. maí og þarf af leiðandi þarf að loka sundlaug Sauðárkróks kl 16:30.
Sundlaugin opnar á venjulegum tíma í fyrramálið.
Vegna viðgerðar á stofnlögn verður heitavatnslaust í neðri bænum á Sauðárkróki frá kl. 17 í dag, miðvikudaginn 2. maí, og fram eftir kvöldi. Lokað verður frá Bárustíg og út á Eyri.
Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi í Árskóla, hefur verið valinn einn af hundrað áhrifavöldum um menntamál í heiminum af hundred.org. Við óskum Ingva til hamingju með viðurkenninguna en horfa má á ítarlegt viðtal við hann sem tekið var af þessu tilefni.
Á verkalýðsdaginn þriðjudaginn 1. maí verður opið í sundlaug Sauðárkróks kl 10-16 og í sundlauginni á Hofsósi kl 11-15. Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð frá og með mánudeginum 30. apríl um óákveðinn tíma vegna framkvæmda við uppsetningu rennibrautar.
Sæluvika Skagfirðinga, hin árlega lista- og menningarhátíð, hefst um helgina. Í Sæluviku verður boðið upp á fjölbreytta menningardagskrá víðs vegar um fjörðinn. Sæluvika Skagfirðinga er ein elsta menningarhátíð landsins og nær saga hennar allt aftur til ársins 1874 þegar svonefndar sýslunefndarvikur hófu göngur sínar.