Árshátíð Grunnskólans austan Vatna verður haldin hátíðleg um helgina í skólanum á Hólum og á Sólgörðum. Árshátíðin á Hólum verður í dag 16. mars kl 20 þar sem nemendur setja á svið (og á skjá) stutta leikþætti sem þeir hafa samið og að sýningu lokinni býður foreldrafélagið upp á kaffihlaðborð.
Dagdvöl aldraðra hefur framlengt umsóknarfrest vegna sumarstarfa til og með 2. apríl nk. Um er að ræða þrjú störf í 48-78% starfshlutfalli. Unnið er á dagvinnutíma.
Heimilið Fellstúni hefur framlengt umsóknarfrest vegna sumarstarfa. Um er að ræða 5 störf í 50-100% starfshlutfalli frá 17. maí til 25. ágúst 2018. Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri.
Lista- og menningarhátíð Skagfirðinga verður að þessu sinni haldin dagana 29. apríl til 5. maí 2018. Nú er verið að kalla eftir upplýsingum um viðburði í Sæluviku og tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar.