Fara í efni

Fréttir

Sundlaugin á Hofsósi lokar um tíma í dag

17.11.2021
Fréttir
Vegna bilunar í kaldavatnslögn lokar Sundlaugin á Hofsósi fyrr í dag, en stefnt er að seinniparts opnun kl. 17. Kveðja, starfsmenn laugarinnar.    

Truflun á köldu vatni á Hofsósi

17.11.2021
Fréttir
Kaldavatnslögn er í sundur á Hofsósi. Búast má við truflunum og lokun síðar í dag,17. nóvember, vegna viðgerðar á lögninni.Viðgerð getur staðið fram eftir degi. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.  

Upplýsingafundur fyrir íbúa Varmahlíðar

16.11.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður býður íbúum Varmahlíðar til fundar í Menningarhúsinu Miðgarði miðvikudagskvöldið 17. nóvember kl. 20 til að fara yfir aðgerðir í kjölfar aurskriða sem féllu á hús við Laugaveg í lok júní sl. Minnt er á persónulegar sóttvarnir, 1 metra nálægðarmörk og notkun andlitsgríma þar sem ekki er hægt að halda...

Dagur íslenskrar tungu

16.11.2021
Fréttir
Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, fæðingardagur rómantíska skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en hann fæddist árið 1807. Jónas var ekki bara skáld, hann var líka náttúrfræðingur og rannsakaði íslenska náttúru en hann lauk námi sínu í náttúruvísindum frá Hafnarháskóla vorið 1838. Jónas hafði mikinn áhuga á móðurmálinu og var ötull við...

Lokun í Fellstúni vegna viðhalds

15.11.2021
Fréttir
Innsti hluti Fellstúns á Sauðárkróki verður lokaður fyrir umferð í dag og á morgun (15. - 16. nóvember) vegna viðhalds. Hjáleið verðum um göngustíg frá forsæti.

Bókagjöf til Árskóla frá Kiwanisklúbbnum Freyju

10.11.2021
Fréttir
Kiwanis klúbburinn Freyja á Sauðárkróki færði skólasafni Árskóla peningagjöf sl. vor. Var gjöfin nýtt í að kaupa Manga bækur. Þessir bókaflokkar hafa verið vinsælir hjá ungmennum víða um heim og er það einnig svo í Árskóla. Kærar þakkir Kiwaniskonur.  

Auglýsing um skipulag – Sveitarfélagið Skagafjörður

03.11.2021
Fréttir
Tillaga að deiliskipulagi – Nestún norðurhluti og óveruleg breyting á gildandi deiluskipulagi suðurhluta Nestúns Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 27. október sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Nestún norðurhluta á Sauðárkróki ásamt óverulegri breytingu á gildandi deiluskipulagi suðurhluta Nestúns í samræmi...

Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúða í almenna íbúðaleigukerfinu

01.11.2021
Fréttir
Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúða í almenna íbúðaleigukerfinu. Um er að ræða tvær þriggja herbergja íbúðir, Laugatún 21 eh. og 25 eh. og eina tveggja herbergja íbúð, Laugatún 21 nh. á Sauðárkróki. Markmið Skagfirskra leiguíbúða hses. með byggingu almennra íbúða er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og...

Akstur almenningssamgangna á Sauðárkróki hefst mánudaginn 1. nóvember nk.

29.10.2021
Fréttir
Akstur almenningssamgangna á Sauðárkróki hefst mánudaginn 1. nóvember 2021 samkvæmt skipulagðri akstursáætlun og fer hún fram sem hér segir: Nr. Stoppistöð Leið 1 Komutími                         Brottfarartími Leið 2 Komutími       Brottfarartími Leið 3 Komutími       Brottfarartími Leið 4 Komutími     ...