Fara í efni

Fréttir

Baldur Hrafn Björnsson ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

15.05.2024
Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur ákveðið að ráða Baldur Hrafn Björnsson í starf sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs en staðan var auglýst öðru sinni í apríl sl. Alls bárust fjórar umsóknir um stöðuna þar af drógu tveir umsækjendur umsókn sína til baka. Baldur er með MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og BSSc gráðu í...

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakjörs 1. júní 2024

14.05.2024
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs þann 1. júní 2024 er hafin. Greiða má atkvæði utan kjörfundar á kjörstöðum innan umdæmisins sem hér segir: • Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 09:00 - 15:00. • Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 09:00 - 15:00. • Hvammstanga, ráðhúsi Húnaþings vestra að Hvammstangabraut 5, Hvammstanga, mán - fim kl. 09:00 - 16:00 og fös kl. 09:00 - 12:00. • Skagaströnd, stjórnsýsluhúsi að Túnbraut 1-3, Skagaströnd, virka daga kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 15:00. Fimmtudagana 23. maí og 30. maí nk. verður opið til kl. 18:00 á skrifstofum sýslumanns að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi og Suðurgötu 1, Sauðárkróki. Á kjördag verður opið á báðum skrifstofum milli kl. 11:00 – 15:00.

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 15. maí 2024

13.05.2024
Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 15. maí 2024 að Sæmundargötu 7 og hefst hann kl. 16:15. Dagskrá:       Fundargerðir til staðfestingar 1. 2404043F - Byggðarráð Skagafjarðar - 92   1.1 2404052 - Samtal við eigendur Sjávarborgar   1.2 2403205 - Beiðni um tilnefningu...

Sundlaugin í Varmahlíð opin eftir viðhald

13.05.2024
Sundlaugin í Varmahlíð er nú aftur opin eftir viðhald sem fór fram síðustu daga. Sundlaugin er opin sem hér segir:Mánudaga - fimmtudaga kl. 08 - 21Föstudaga kl. 08 - 14Laugardaga og sunnudaga kl. 10 – 16

Skráning í Vinnuskólann stendur yfir

10.05.2024
Við vekjum athygli á því skráningar í Vinnuskóla Skagafjarðar fyrir sumarið 2024 eru í fullum gangi. Vinnuskólinn verður starfandi frá mánudeginum 3. júní til föstudagsins 9. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Leitast er við að veita öllum 13 til 16 ára unglingum búsettum í Skagafirði aðgang í skólann. Árgangarnir sem í hlut eiga...

Auglýsing vegna kjörskrár

10.05.2024
Kjörskrá Skagafjarðar, vegna forsetakosninganna þann 1. júní nk. liggur frammi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 21, alla virka daga frá kl. 10:00 til 12:00 og 12:30 -15:00 frá og með föstudeginum 10. maí til kjördags. Upplýsingar um hvar þú ert á kjörskrá og hvaða kjördeild þú tilheyrir er einnig að finna á upplýsingaveitu Þjóðskrár...

Opnunartímar sundlauga uppstigningardag 9. maí

08.05.2024
Sundlaugar Skagafjarðar verða opnar samkvæmt hefðbundum helgaropnunartíma á uppstigningardag, 9. maí að undanskilinni sundlauginni í Varmahlíð sem er lokuð um þessar mundir vegna viðhaldsvinnu. Opnunartímar verða eftirfarandi: Sundlaug Sauðárkróks 10-16Sundlaugin á Hofsósi 11-16Sundlaugin Varmahlíð - LOKAÐ

Til sölu veiðileyfi í Laxá í Laxárdal

07.05.2024
Veiðileyfi í eigu sveitarfélagsins í Laxá í Laxárdal í fyrrum Skefilsstaðahreppi eru til sölu. Um er að ræða tvo daga 25. júlí og 8. ágúst. Veiðisvæðin eru tvö. Svæði 1 er frá ósi árinnar við Sævarland að brúnni við Skíðastaði og svæði 2 frá brúnni að Háafossi. Leyfð er ein stöng á hvoru svæði í ánni og er daglegur veiðitími frá kl 7 - 13 og 16 - 22. Uppfært kl 14:30 Búið er að úthluta leyfunum.

Losun garðúrgangs á Sauðárkróki

06.05.2024
Vakin er athygli á því að á Sauðárkróki eru tveir losunarstaðir fyrir garðúrgang sem gegna sitthvoru hlutverkinu Jarðvegstippur við Borgargerði, sunnan við hundagerðið (grænn punktur á mynd) Þangað fer einungis almennur garðúrgangur: Smærri trjágreinarJarðvegurGras/hey Gránumóar (rauður punktur á mynd) Þangað fer eftirfarandi...