Fara í efni

Fréttir

Götulokun vegna malbikunar

29.08.2024
Vegna vinnu við malbikun verður Sæmundarhlíð á Sauðárkróki lokuð sunnan við Túnahverfi frá gatnamótum Sæmundarhlíðar og Túngötu annars vegar og Sæmundarhlíðar og Skagfirðingabrautar hins vegar frá föstudeginum 30. ágúst til þriðjudagsins 3. september nk.

SSNV gengur í Eim

29.08.2024
Fréttatilkynning: SSNV gengur í Eim Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra ásamt bakhjörlum Eims, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun, Samtök sveitarfélaga- og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, Norðurorka og Orkuveita Húsavíkur undirrituðu í gær samkomulag um inngöngu SSNV í Eim. Eimur hefur það meginmarkmið að bæta...

Fræðsludagur skóla í Skagafirði haldinn í 13. skipti

26.08.2024
Fræðsludagur skóla í Skagafirði var haldinn í Miðgarði mánudaginn 19. ágúst. Þar kom saman starfsfólk leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskóla, starfsmenn á fjölskyldusviði og kjörnir fulltrúar í fræðslunefnd. Fræðsludagurinn er árlegur viðburður og var nú haldinn í 13. sinn. Tilgangur dagsins er fyrst og fremst að hefja nýtt skólaár með...

Vetraropnun sundlauga tekur gildi á mánudaginn

24.08.2024
Vetraropnun sundlauga í Skagafirði tekur gildi frá og með næsta mánudegi, 26. ágúst. Opnunartíma sundlauga má finna hér: Opnunartímar sundlauga  Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð vikuna 26.-30. ágúst vegna viðhaldsvinnu.

Könnun vegna fyrirhugaðrar ljósleiðaravæðingar í þéttbýli í Skagafirði

23.08.2024
Fjarskiptasjóður áformar framhald af verkefninu Ísland ljóstengt með það að markmiði að ljúka styrktri ljósleiðaravæðingu heimilisfanga með eitt eða fleiri lögheimili í öllum þéttbýlisstöðum og byggðakjörnum landsins fyrir árslok 2026. Sveitarfélögum stendur til boða 80.000 kr. styrkur til að tengja hvert styrkhæft staðfang sem ekki hefur aðgang...

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 21. ágúst 2024

19.08.2024
Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 21. ágúst 2024 að Sæmundargötu 7 og hefst hann kl. 16:15.  Dagskrá:Fundargerð1. 2408008F - Fræðslunefnd - 301.1 2407087 - Samráð; Áform um breytingu á lögum um grunnskóla nr 91 2008 (námsmat)1.2 2407057 - Skráningardagar í leikskólum1.3 2310030 - Gjaldskrá grunnskóla 20241.4 2408064 -...

Nýtt listaverk á Sauðárkróki

12.08.2024
Eins og glöggir íbúar hafa eflaust tekið eftir hefur nýju listaverki verið komið fyrir á Sauðárkróki. Tilkoma listaverksins er sú að Markaðsstofa Norðurlands, ásamt Ferðamálasamtökum Norðurlands vestra fengu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra fyrir því að setja upp listaverk á Norðurstrandarleið. Úr varð að gerð voru þrjú listaverk,...

Orkustofnun auglýsir styrki til uppsetningar á sólarsellum

12.08.2024
Vakin er athygli á því að Orkusetur Orkustofnunar auglýsir eftir umsóknum um Sólarsellustyrki. Í forgangi við úthlutun styrkja eru notendur utan samveitna, notendur á dreifbýlistaxta og notendur á rafhituðu svæði. Um samkeppnissjóð er að ræða og við val á umsóknum er horft til verkefna þar sem notkun og framleiðslugeta fara hvað best saman. Sótt...

Sorpmóttökustöðvar í Skagafirði lokaðar um verslunarmannahelgina

30.07.2024
Sorpmóttökustöðin Flokka á Sauðárkróki, Farga í Varmahlíð og sorpmóttökustöðin á Hofsósi verða lokaðar um verslunarmannahelgina, laugardaginn 3. ágúst, sunnudaginn 4. ágúst og mánudaginn 5. ágúst. Allar upplýsingar um sorphirðu í Skagafirði er að finna á hér á heimasíðu Skagafjarðar, þar er jafnframt að finna nýtt sorphirðudagatal þar sem...