Fara í efni

Fréttir

Reykjarmóar og Reykjarmelur ný götuheiti í Varmahlíð

13.11.2023
Fréttir
Dagana 6. - 20. október sl. fór fram kosning um nafn á tveimur nýjum götum í frístundabyggð við Varmahlíð en sveitarfélagið auglýsti eftir tillögum frá íbúum um heiti á götunum samhliða auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar. Fjölmargar tillögur bárust og gafst almenningi svo tækifæri til þess að kjósa um nafn. Niðurstaða...

Leggjum okkar af mörkum við að aðstoða Grindvíkinga

11.11.2023
Fréttir
Hugur okkar í Skagafirði er hjá Grindvíkingum þessa stundina sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín án þess að vita hversu lengi ástandið muni standa yfir. Það er því mikilvægt að við tökum höndum saman og aðstoðum eftir fremsta megni. Rauði krossinn hefur sett á vefinn skráningarblað sem ætlað er þeim sem geta lánað húsnæði til þeirra...

Rithöfundakvöld á Héraðsbókasafni Skagfirðinga

10.11.2023
Fréttir
Miðvikudagskvöldið 15. nóvember nk. stendur Héraðsbókasafn Skagfirðinga fyrir rithöfundakvöldi í Héraðsbókasafni Skagfirðinga við Faxatorg. Eftirtaldir fjórir rithöfundar heimsækja Skagafjörðinn og kynna nýjustu bækur sínar fyrir gestum: Nanna Rögnvaldardóttir – Valskan Pálmi Jónasson – Að deyja frá betri heimi Skúli Sigurðsson – Maðurinn frá...

Þjónustustefna Skagafjarðar - samráð við íbúa

09.11.2023
Fréttir
Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi...

Útboð - Vetrarþjónusta í Skagafirði

09.11.2023
Fréttir
Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu í Skagafirði. Vetrarþjónusta samkvæmt skilmálum útboðsins samanstendur af snjóhreinsun gatna og göngustíga, snjóhreinsun plana og hálkuvarnir. Útboðinu er skipt í þrjá samningshluta og heimilt er að leggja fram tilboð í einstaka samningshluta útboðsins eða alla...

Ítrekun á upplýsingum um losun garðúrgangs á Sauðárkróki vegna slæmrar umgengni

07.11.2023
Fréttir
Borið hefur á slæmri umgengni á svæðinu við jarðvegstippinn við Borgargerði og því þarft að skerpa á umgengnisreglum og upplýsingum um hvert skal fara með hvaða garðúrgang.  Allur almennur garðúrgangur s.s jarðvegur, gras/hey og smærri greinar eiga að fara í jarðvegstippinn við Borgargerði, rétt sunnan við leikskólann Ársali, austan megin...

Umsjónarmaður með Málmey á Skagafirði

06.11.2023
Fréttir
Skagafjörður auglýsir eftir umsjónarmanni með Málmey á Skagafirði. Málmey er stærsta eyjan á Skagafirði, um 160 ha að stærð. Hún er fremur láglend en hækkar til norðurs. Sunnanvert er eyjan úr móbergi en norðurhlutinn er hraundyngja. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt til að Málmey verði sett á framkvæmdaáætlun (B-hluta) náttúruminjaskrár,...

Tilkynning um heitavatnsleysi 1. nóvember

31.10.2023
Fréttir
Þann 1. nóvember kl. 10 verður unnið að tengingum í nýrri dælustöð Skagafjarðarveitna að Marbæli. Sökum þessa verður heitavatnslaust frá Marbæli að Birkihlíð, suðurhluta Hegraness og Hofstaðaplássi frá kl. 10 á morgun 1. nóvember og fram eftir degi. Notendur eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Efsta Raftahlíðin lokuð vegna framkvæmda á mánudag

27.10.2023
Fréttir
Vegna framkvæmda stendur til að loka efstu Raftahlíðinni á Sauðárkróki fyrir bílaumferð mánudaginn 30. október.  Grafa þarf fyrir regnvatnslögn og mun vinna standa yfir frameftir degi. Reynt verður að hleypa íbúum um götuna eftir bestu getu.