Fara í efni

Fréttir

Dagur kvenfélagskonunnar er í dag

01.02.2024
Fréttir
Í dag, 1. febrúar, er Dagur kvenfélagskonunnar og jafnframt stofndagur Kvenfélagasambands Íslands. Sveitarfélagið Skagafjörður sendir bestu kveðjur til allra meðlima kvenfélaga Skagafjarðar í tilefni dagsins með þökk fyrir ómetanleg og óeigingjörn störf í gegnum árin. Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) var stofnað 1. febrúar 1930 og eru því liðin 94...

Auglýsing um skipulagsmál - Sólheimar 2

31.01.2024
Fréttir
Tillaga að deiliskipulagi – Sólheimar 2, í Blönduhlíð Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 22. fundi sínum þann 17. janúar 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Sólheima 2 í Blönduhlíð í Skagafirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 4. janúar 2024 og er unnin af...

Álagningu fasteignagjalda 2024 lokið

30.01.2024
Fréttir
Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður". Álagningarseðlar eru sendir á pappírsformi til þeirra greiðenda sem þess óskuðu. Greiðslukröfur vegna...

Álagning fasteignagjalda í Skagafirði árið 2024

24.01.2024
Fréttir
Álagning – breytingar – innheimta Þess er óskað að ábendingar um breytingar og leiðréttingar á álagningu eða innheimtu berist til sveitarfélagsins eftir einhverri eftirtalinna leiða; í gegnum Íbúagáttina, símleiðis í síma 455 6000 eða með tölvupósti á netfangið innheimta@skagafjordur.is. Álagningarseðlar Álagningarseðlar fasteignagjalda verða...

Sætún og Hátún Hofsósi, íbúðarhúsalóðir til úthlutunar

24.01.2024
Fréttir
Sætún nr. 12, Hátún nr. 1, 2, 3, 4 og 5 – einbýlishúsalóðir Hátún nr. 6-8 – parhúsalóð Sætún nr. 1-5 – raðhúsalóð Skipulagsnefnd Skagafjarðar auglýsir til úthlutunar einbýlishúsalóðirnar Sætún 12 og Hátún 1, 2, 3, 4 og 5, raðhúsalóðina Sætún 1-5 og parhúsalóðina Hátún 6-8 í samræmi við úthlutunarreglur Skagafjarðar, dags. 14. september 2022....

Nestún Sauðárkróki, parhúsalóðir til úthlutunar

24.01.2024
Fréttir
Nestún 16 og 22 – parhúsalóðir Skipulagsnefnd Skagafjarðar auglýsir til úthlutunar parhúsalóðir nr. 16 og 22 við Nestún í samræmi við reglur sveitarfélagsins um úthlutun byggingarlóða, dags. 14. september 2022. Um er að ræða 1.150,8 m² parhúsalóðir með hámarksbyggingarmagn 402 m². Sótt er um lóðir hér á vef Skagafjarðar, einnig er hægt er að...

Sundlaug Sauðárkróks lokuð - Íbúar fari sparlega með heita vatnið

16.01.2024
Fréttir
Skagafjarðarveitur beina þeim tilmælum til notenda hitaveitu á Sauðárkróki að fara sparlega með heita vatnið. Nú er mjög kalt og mikil vindkæling og útlit fyrir kulda áfram næstu daga og þess verður vart á stöðu heita vatnsins.Fyrir liggur að loka þarf sundlauginni, einnig hefur streymi verið minnkað á gervigrasvöllinn. Búið er að hafa samband við...

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 17. janúar 2024

15.01.2024
Fréttir
22. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Sæmundargötu 7a, miðvikudaginn 17. janúar 2024 og hefst kl. 16:15

Kveðja til Grindvíkinga

14.01.2024
Fréttir
Fyrir hönd Skagfirðinga sendir sveitarstjórn Skagafjarðar hlýjar kveðjur til íbúa Grindavíkur. Það er átakanlegt að verða vitni að þeim náttúruhamförum sem dynja yfir öflugt og samheldið samfélag í Grindavík. Íslenska þjóðin hefur áður sýnt að hún stendur saman sem einn maður þegar ægimáttur náttúruafla minnir á sig og enn mun reyna á í aðgerðum á...