Fara í efni

Fréttir

Gjaldfrjáls garðlönd í boði fyrir íbúa Skagafjarðar

28.05.2024
Garðlönd sveitarfélagsins á Nöfum Sauðárkróki og við Reykjarhól í Varmahlíð eru tilbúin til úthlutunar fyrir íbúa Skagafjarðar og verða gjaldfrjáls líkt og á liðnu sumri. Þau sem hafa áhuga á að nýta sér garðlöndin sendi póst á Kára Gunnarsson á netfangið kari@skagafjordur.is. Staðsetning garðanna: Sauðárkrókur Varmahlíð

Netnámskeið fyrir starfsfólk Árskóla um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi

27.05.2024
Í síðustu viku sat starfsfólk Árskóla netnámsskeið sem snéri að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Námskeiðið, sem miðast við allan nemendahóp Árskóla frá 6 til 16 ára, var skipulagt af forvarnarteymi skólans. Námskeiðið er hluti fræðsluefnis sem Barna- og fjölskyldustofa hefur gefið út og miðar að því að upplýsa starfsfólk um möguleg einkenni og...

Illa gengur að manna sumarstörf í málefnum fatlaðs fólks og eldra fólks og skerða gæti þurft þjónustu

24.05.2024
Á síðasta fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar var fjallað um stöðu sumarafleysinga í þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra og eldra fólks í Skagafirði. Enn vantar níu starfsmenn í afleysingar í hin ýmsu störf á öllum starfsstöðum málefna fatlaðs fólks og eldra fólks á Sauðárkróki og Hvammstanga. Um lögbundna mikilvæga þjónustu er að ræða og...

Auglýsing um skipan í kjördeildir í Skagafirði

23.05.2024
Við forsetakosningar sem fram fara laugardaginn 1. júní n.k. er skipan í kjördeildir sem hér segir: Kjördeild í Bóknámshúsi FNV, þar kjósa íbúar Sauðárkróks og fyrrum Skarðs-, Rípur- og Skefilsstaðahreppa – kjörfundur hefst kl. 09:00   Kjördeild í Höfðaborg Hofsósi þar kjósa íbúar fyrrum Hofs-, Fljóta-, Hóla- og Viðvíkurhreppa –...

Tillaga að deiliskipulagi - Staðarbjargavík

22.05.2024
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 27. fundi sínum þann 15. maí 2024 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Staðarbjargavík, Hofsósi, Skagafirði skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð nr. DS01 dags. 24.04.2024, unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu. Eitt af viðfangsefnum skipulagsins er að skapa...

Endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar

22.05.2024
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 27. fundi sínum þann 15. maí 2024 að auglýsa skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og matslýsingin fyrir endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar dags. apríl 2024, unnin af VSÓ ráðgjöf, gerir grein fyrir helstu forsendum og...

Skólasókn í öðru skólahverfi innan Skagafjarðar skólaárið 2024-25

17.05.2024
Vakin er athygli á því að beiðni um skólasókn í öðru skólahverfi fyrir skólaárið 2024-25 skal hafa borist sviðsstjóra fjölskyldusviðs á netfangið bryndislilja@skagafjordur.is fyrir 10. júní nk. Beiðni foreldra um flutning skal vera skrifleg og rökstudd. Í Skagafirði eins og í öðrum sveitarfélögum eru ákveðin skólahverfi. Börn sækja skóla innan...

Viðgerðir á gervigrasvellinum á Sauðárkróki hefjast á morgun

17.05.2024
Viðgerðir á gervigrasvellinum á Sauðárkróki hefjast á morgun. Í kjölfar leysinga þann 20. apríl sl. urðu skemmdir á um 1.500 fermetra svæði á vellinum, en völlurinn sjálfur er rúmlega 8.000 fermetrar. Byggðaráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum á miðvikudaginn að fara í viðgerðir á vellinum að fjárhæð 11 milljónir króna og í kjölfarið fer fram...

Ársreikningur 2023 samþykkur í sveitarstjórn

17.05.2024
Ársreikningur Skagafjarðar fyrir árið 2023 var samþykktur samhljóða við síðari umræðu í sveitarstjórn sl. miðvikudag. Niðurstaðan er ánægjuleg, rekstrarafgangur samstæðunnar var samtals að upphæð 123 milljónir króna, afborganir langtímalána voru hærri en taka nýrra lána annað árið í röð og skuldahlutfall og skuldaviðmið lækkuðu einnig annað árið í...