Fara í efni

Fréttir

Dagur íslenskrar tungu

16.11.2017
Fréttir
Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, fæðingardagur rómantíska skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en hann fæddist árið 1807 og því eru 210 ár frá fæðingardegi hans í dag. Í tilefni dagsins verður dagskrá í Löngumýri þar sem Skagfirski kammerkórinn, kór eldri borgara og nemendur 7. bekkjar Varmahlíðarskóla verða með dagskrá helgaða skáldinu Halldóri Kiljan Laxness og íslenskunemar í FNV ætla að þreyta sund í sundlaug Sauðárkróks til heiðurs sundáhuga Jónasar.

Íbúafundur á Sauðárkróki um verndarsvæði í byggð

15.11.2017
Fréttir
Boðað er til íbúafundar í fundarsal sveitarfélagsins í Húsi frítímans þriðjudaginn 21. nóvember kl 17 til kynningar á verkefninu verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki. Sveitarfélagið hlaut styrk frá Minjastofnun Íslands árið 2015 til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki og Hofsósi.

Lestur úr nýjum bókum í Safnahúsi

15.11.2017
Fréttir
Í kvöld 15. nóvember munu fjórir höfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum í Safnahúsi Skagfirðinga við Faxatorg á Sauðárkróki. Samkoman hefst kl 20 og eru allir velkomnir.

Starfsmaður óskast í liðveislu í nágrenni Varmahlíðar

13.11.2017
Fréttir
Starfsmaður aðstoðar blindan einstakling í nágrenni Varmahlíðar. Starfið felst m.a. í aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegum stuðningi. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Vinnustofur í umsóknargerð hjá Sóknaráætlun Norðurlands vestra

13.11.2017
Fréttir
Frestur til að skila inn umsóknum í Uppbyggingarsjóð og Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Sóknaráætlunar Norðurlands vestra rennur út 30. nóvember næstkomandi. Umsækjendum stendur til boða að mæta og fá aðstoð og ráðgjöf við gerð umsóknar í þessari viku.

Næsti fundur sveitarstjórnar

06.11.2017
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður miðvikudaginn 8. nóvember að Sæmundargötu 7a og hefst hann kl 16:15

Lionsklúbbarnir í Skagafirði afhenda skynörvunarherbergi í Iðju

03.11.2017
Fréttir
Lionsklúbbarnir fjórir sem starfandi eru í Skagafirði hafa undanfarna mánuði staðið fyrir fjáröflun fyrir skynörvunarherbergi í Iðju dagþjónustu. Í dag, föstudaginn 3. nóvember, fór fram formleg afhending skynörvunarherbergisins þar sem fráfarandi formaður Lionsklúbbs Sauðárkróks afhenti sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar áritaðan skjöld sem settur var upp í Iðju.

Staða varaslökkviliðsstjóra er laus til umsóknar

03.11.2017
Fréttir
Brunavarnir Skagafjarðar óska eftir að ráða varaslökkviliðsstjóra. Starfið er laust frá og með 1. desember 2017.

Skagafjörður keppir í Útsvari í kvöld

03.11.2017
Fréttir
Lið Skagafjarðar mætir liði Vestmannaeyja í Útsvari á RÚV í kvöld. Umsjónarmenn þáttarins eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Sólmundur Hólm. Þátturinn er sýndur í beinni útsendingu og hefst kl. 20:05. Fulltrúar Skagafjarðar eru Björg Baldursdóttir, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir og Ingólfur Valsson.