Nú líður að lokum ársins 2017 og munum við kveðja það með hefðbundnum hætti með brennum og flugeldasýningum sem björgunarsveitirnar sjá um. Fjórar áramótabrennur eru í Skagafirði og verður kveikt í þeim öllum kl 20:30.
UMSS veitti íþróttamanni Skagafjarðar, liði ársins og þjálfara ársins viðurkenningar í gær við hátíðlega athöfn í Húsi frítímans.
Við sömu athöfn veitti UMF Tindastóls íþróttamanni Tindastóls 2017 viðurkenningu.
Við óskum starfsmönnum, íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða.
Sveitarstjórn og sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2018-2022 var samþykkt með átta atkvæðum við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 13. desember s.l. Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) bókaði að hann sæti hjá við atkvæðagreiðsluna.
Í gær, miðvikudag, var sjötti þáttur Atvinnupúlsins sýndur á sjónvarpsstöðinni N4. Í þættinum er rætt við framkvæmdastjóra SSNV, farið í heimsókn í Steypustöð Skagafjarðar, Gestastofu sútarans, rækjuverksmiðjuna Dögun, hugbúnaðarfyrirtækið Stefnu og í Kjarnann sem hýsir ýmis þjónustufyrirtæki Kaupfélags Skagfirðinga. Í fréttinni má finna hlekk til að horfa á þáttinn.
Nú eru aðeins 10 dagar til jóla og þriðja vika jóladagskrár komin út. Eins og síðustu vikur þá er dagskráin fjölbreytt og hægt er að hefja helgardagskrána í dag, fimmtudag, með því að horfa á danssýningu nemenda Varmahlíðarskóla kl. 14 í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Tónlistarskóli Skagafjarðar verður með jólatónleika kl. 16:30 og 18:00 í matsal Árskóla og í kvöld heldur svo Grunnskólinn austan Vatna sína árlegu jólavöku í Höfðaborg á Hofsósi.