Fara í efni

Fréttir

Árskóli óskar eftir starfsmanni í mötuneyti

08.09.2017
Fréttir
Í starfinu felst meðal annars undirbúningur og framreiðsla á mat, frágangur og þrif. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Ærslabelgur á Hofsósi

08.09.2017
Fréttir
Íbúasamtökin Byggjum upp Hofsós og nágrenni settu af stað söfnun í sumar fyrir ærlsabelg á Hofsósi. Sveitarfélagið lýsir yfir ánægju með framtakið en það sá um uppsetningu belgsins og rekstur belgsins.

Ályktun sveitarstjórnar vegna alvarlegrar stöðu í sauðfjárrækt

07.09.2017
Fréttir
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hvetur til samræmdra aðgerða hagsmunaaðila til að taka á þeirri grafalvarlegu stöðu sem uppi er í sauðfjárrækt á Íslandi nú þegar allt að þriðjungslækkun afurðaverðs blasir við sauðfjárbændum.

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 6. september

04.09.2017
Fréttir
Fundur verður haldinn í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar 6. september 2017, að Sæmundargötu 7 og hefst fundurinn kl. 16:15

Ný útgáfa göngukorta

01.09.2017
Fréttir
Út er komin ný útgáfa göngukorta yfir svæðið á milli Skagafjarðar og Austur-Húnavatnssýslu. Annars vegar er um að ræða kort yfir Skaga á milli Húnaflóa og Skagafjarðar, og hins vegar kort sem nær yfir svæðið frá Skagafirði til Vatnsdals.

Viðgerð á dælustöð

29.08.2017
Fréttir
Vegna viðgerðar við dælustöð verður heitavatnslaust á Sauðárkróki og að Gili í Borgarsveit miðvikudaginn 30. ágúst frá kl. 17 og fram eftir nóttu.

Endurbætur á hluta Skagfirðingabrautar

28.08.2017
Fréttir
Mánudagskvöldið 28. ágúst hófst vinna við endurbætur á Skagfirðingabraut á kaflanum frá Sauðárkróksbraut og að Ábæ / N1 og mun verkið taka tvo til þrjá daga.

Íþróttahúsið á Sauðárkróki auglýsir eftir starfsmanni

28.08.2017
Fréttir
Um 100% starf er að ræða frá 18. september 2017 eða eftir samkomulagi.

Hús frítímans auglýsir tímabundin störf laus til umsóknar

28.08.2017
Fréttir
Um 4-5 störf er að ræða í 20-75% starfshlutfalli, tímabilið 18. september 2017 til 20. maí 2018, eða eftir samkomulagi.