Fara í efni

Fréttir

Nemendur LHÍ í heimsókn

19.01.2018
Fréttir
Á dögunum komu nokkrir nemendur úr Listaháskóla Íslands í heimsókn til Árskóla á Sauðárkróki og sýndu nýtt, frumsamið leikverk fyrir nemendur 10. bekkjar. Að sýningu lokinni var boðið upp á tvær málstofur þar sem verkið, inntak þess og boðskapur var annars vegar ræddur og hins vegar listnám og listsköpun.

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir umsóknum um sérstakan húsnæðisstuðning

17.01.2018
Fréttir
Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbætur sem veittar eru á grundvelli laga um húsnæðisbætur nr. 75/2016. Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, lítilla eigna, þungrar framfærslubyrðar og félagslegra aðstæðna.

Móttaka í íþróttahúsinu í kvöld fyrir bikarmeistarana!

13.01.2018
Fréttir
Móttaka verður í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki, klukkan 21 í kvöld þegar bikarmeistarar Tindastóls mæta á svæðið með Maltbikarinn. Allir stuðningsmenn Stólanna eru hvattir til að mæta og fagna með strákunum, fyrsta stóra titli félagsins.

Sveitarstjórnarfundur

12.01.2018
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn þriðjudaginn 23. janúar 2017

Söngleikurinn Hársprey í flutningi Varmahlíðarskóla

11.01.2018
Fréttir
Nemendur í 7.-10. bekk í Varmahlíðarskóla sýna söngleikinn Hársprey í Miðgarði, fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00 og föstudaginn 12. janúar kl. 20:00. Söngleikurinn er eftir þá Mark O’Donnell og Thomas Meehan en uppsetning nemenda er þýdd af Írisi Olgu Lúðvíksdóttur og Árna Friðrikssyni undir leikstjórn Helgu Rósar Sigfúsdóttur.

Starfsmaður óskast í þjónustu við fatlað fólk

09.01.2018
Fréttir
Starfið felur í sér að aðstoða fatlaða einstaklinga við athafnir daglegs lífs s.s. við umönnun og afþreyingu ásamt öðrum verkefnum. Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og valdeflingu.

Forritarar framtíðarinnar styrkja Varmahlíðarskóla

09.01.2018
Fréttir
Varmahlíðarskóli var meðal þeirra ellefu skóla sem fengu styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar nýlega. Tilgangur sjóðsins er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins.

Árvist óskar eftir starfsmanni

05.01.2018
Fréttir
Æskilegt er að starfsmaður geti byrjað sem fyrst og starfað til 31. maí 2018.

Endurbætur á Sundlaug Sauðárkróks að hefjast

04.01.2018
Fréttir
Þessa dagana eru verktakar að hefja framkvæmdir við endurbætur á Sundlaug Sauðárkróks. Í verkinu felst endurgerð á núverandi laugarhúsi, jafnt að utan sem innan, og breytingar á skipulagi innanhúss.