Fara í efni

Fréttir

Rakelarhátíð, suðrænt fjölskyldukvöld og menningarkvöld FNV

05.10.2017
Fréttir
Um helgina verður ýmislegt um að vera í Skagafirði. Á föstudagskvöldinu verður menningarkvöld FNV, á laugardagskvöldinu suðrænt fjölskyldukvöld í sundlauginni á Hofsósi og Rakelarhátíðin í Höfðaborg á sunnudaginn.

Atvinnupúlsinn í Skagafirði frumsýndur í kvöld

04.10.2017
Fréttir
Sjónvarpsstöðin N4 vinnur nú að gerð átta þátta um atvinnulífið í Skagafirði, Atvinnupúlsinn í Skagafirði. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur í kvöld, klukkan 20:30. Í þáttunum verður rætt við fólk sem þekkir vel til í atvinnulífinu, auk þess sem fyrirtæki og stofnanir verða heimsótt.

Sundlaugin í Varmahlíð lokuð 6. október

03.10.2017
Fréttir
Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð föstudaginn 6. október því fram fer námskeið og sundpróf þann daginn. Laugin verður opin á venjulegum vetrartíma á laugardaginn kl 10-15 en lokað er á sunnudögum í vetur.

Laufskálaréttarhelgin framundan

29.09.2017
Fréttir
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að drottning íslenskra stóðrétta, sjálf Laufskálarétt, verður haldin nú um helgina.

Tímabundið hlutastarf í liðveislu er laust til umsóknar

28.09.2017
Fréttir
Um 75% starf er að ræða tímabilið 16. október til 17. desember 2017, með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Starfsmaður aðstoðar blindan einstakling í nágrenni Varmahlíðar. Starfið felst m.a. í aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegum stuðningi. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Opið lengur í sundlauginni á Hofsósi á Laufskálaréttardaginn

28.09.2017
Fréttir
Réttað verður í Laufskálarétt næsta laugardag 30. september og af því tilefni verður opið til kl 20 í sundlauginni á Hofsósi.

Heimilið að Skúlabraut 22, Blönduósi auglýsir starf matráðs

22.09.2017
Fréttir
Í starfinu felst yfirumsjón með eldhúsi, sjá um matseld (heitan mat) og bakstur, skipuleggur matseðla allt að mánuð fram í tímann, framreiðsla á mat, frágangur og þrif. Annast innkaup á matvörum, áhöldum og tækjum í samráði við forstöðumann.

Vefsíða aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands auglýsir eftir verkefnum

22.09.2017
Fréttir
Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Opnuð hefur verið vefsíða afmælisársins á slóðinni www.fullveldi1918.is. Vefsíðan verður upplýsingasíða þar sem m.a. verður hægt að fylgjast með dagskrá afmælisársins og skrá verkefni á dagskrá. Á síðunni verður hægt að finna fróðleik um árið 1918 og fullveldishugtakið sem og námsefni fyrir skóla.

Breyting á opnunartíma Byggðasafnsins

20.09.2017
Fréttir
Frá og með morgundeginum 21. september styttist opnunartími sýninga Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ og verður opið virka daga kl 10-16 til 30. október. Eftir þann tíma er opið eftir samkomulagi en regluleg opnun hefst aftur 1. apríl.