Fara í efni

Fréttir

Vinadagur í Skagafirði 19. október

18.10.2016
Fréttir
Vinadagurinn í Skagafirði er á morgun 19. október í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þetta er í fimmta sinn sem Vinadagurinn er haldinn og er almenn ánægja meðal nemenda og starfsfólks skólanna með daginn.

Framlengdur umsóknarfrestur - Óskum eftir að ráða kvenmann til starfa við sundlaugina á Hofsósi

17.10.2016
Fréttir
Umsóknarfrestur um stöðu sundlaugarvarðar við sundlaugina á Hofsósi hefur verið framlengdur.

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir að ráða félagsráðgjafa tímabundið

12.10.2016
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir að ráða félagsráðgjafa tímabundið tímabilið 1. janúar 2017 til 31. desember 2017 í 100% starfshlutfalli.

Almennur bændafundur

12.10.2016
Fréttir
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar boðar til upplýsingafundar um riðu og varnir gegn henni í Miðgarði miðvikudaginn 12. okt. kl. 20:30.

Mikil eftirspurn eftir íbúðum í Skagafirði

11.10.2016
Fréttir
Um þessar mundir er mikil eftirspurn eftir íbúðum og lóðum undir nýbyggingar í Skagafirði. Er það í takt við mikla fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Skagafirði á liðnum mánuðum en undanfarna 11 mánuði hefur íbúum þess fjölgað um 84.

Íslandsmót í boccia um næstu helgi á Sauðárkróki

11.10.2016
Fréttir
Gróska íþróttafélag fatlaðra í Skagafirði stendur fyrir Íslandsmóti í Boccia í einstaklingskeppni helgina 15. - 16. október í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Mótið er haldið í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra og er þetta í fjórða sinn sem keppni sem þessi fer fram á Sauðárkróki.

Námsferð til Skotlands

06.10.2016
Fréttir
Dagana 26. – 28. september síðastliðinn fóru stjórnendur í skólum Skagafjarðar og starfsmenn á fjölskyldusviði sveitarfélagsins í námsferð til Skotlands. Ferðin var liður í verkefni sem fræðsluþjónusta sveitarfélagsins stendur fyrir og kallast ,,Innra og ytra mat í skólum Skagafjarðar“.

Landinn heimsækir leik- og grunnskólann á Hólum

05.10.2016
Fréttir
Leik- og grunnskólinn á Hólum í Hjaltadal eru staðsettir í sama húsnæði. Eitt af samvinnuverkefnum skólanna er sláturgerð á haustin, en það er fastur liður í skólastarfinu og hefur verið frá árinu 2004. Börnin sjá um sláturgerðina með aðstoð kennara og starfsfólks.

Dansmaraþon í Árskóla

05.10.2016
Fréttir
Nú er komið að hinum árlega viðburði að 10. bekkingar í Árskóla hefja dansmaraþon og munu dansa frá kl 11 í dag 5. október til kl 11 í fyrramálið.