Fara í efni

Fréttir

Aðventustemming

09.12.2016
Fréttir
Nú er að renna upp þriðja helgin í aðventu jóla þó ekki sé hægt að segja að jólalegt sé um að litast þegar snjóinn vantar. Fastir liðir halda samt sínu striki eins og aðventukvöld, jólatónleikar og að fella sitt eigið jólatré í skagfirskum skógi.

Viðhalds- og nýframkvæmdir við Sundlaug Sauðárkróks

08.12.2016
Fréttir
Í byrjun ársins var skipuð sérstök byggingarnefnd fyrir Sundlaug Sauðárkróks sem hefur yfirumsjón með fyrirhuguðum viðhalds- og nýframkvæmdum á sundlauginni, ásamt hönnun hennar.

Mikilvægt að huga að brunavörnum í desember

08.12.2016
Fréttir
Nú líður að jólum, hátíð ljóss og friðar, og flestir setja upp falleg jólaljós til að lýsa upp svartasta skammdegið og kveikja á kertum til að njóta birtunnar. Brunavarnir Skagafjarðar vekja athygli á því að mikilvægt er að gefa sér tíma í aðdraganda jólanna og athuga hvernig eldvörnum er háttað á heimilinu.

Veitu- og framkvæmdasvið auglýsir laust til umsóknar 100% starf hjá Eignasjóði

07.12.2016
Fréttir
Starfshlutfallið er 100% og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir laust til umsóknar tímabundið starf á sambýlinu í Fellstúni

07.12.2016
Fréttir
Starfið er laust frá miðjum janúar 2017 til maíloka 2017.

Tímabundnar breytingar hjá Brunavörnum Skagafjarðar

02.12.2016
Fréttir
Vernharð Guðnason, slökkviliðsstjóri, er kominn í launalaust leyfi og mun Svavar Atli Birgisson taka við starfi slökkviliðsstjóra í fjarveru hans.

Lestur er börnum bestur

01.12.2016
Fréttir
Í tengslum við gerð lestrarstefnu fyrir alla leik-, grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar efndi lestrarteymi skólanna til samkeppni um besta slagorðið fyrir stefnuna. Mörg flott slagorð voru send inn frá fjölmörgum aðilum. Vinningstillagan kom frá Rögnu Fanneyju Gunnarsdóttur, leikskólakennara í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki.

Sveitarstjórnarfundur 23. nóvember 2016

30.11.2016
Fréttir
Upptaka frá fundi Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 23. nóvember 2016 er komin inn á vefinn.

Opið hús í Iðju á föstudag

28.11.2016
Fréttir
Í tilefni af Alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember nk. verður opið hús í Iðju við Sæmundarhlíð föstudaginn 2. desember frá kl. 10:00-15:00. Um kl. 14:00 kemur góður gestur og skemmtir.