Um 80% starf er að ræða. Í starfinu felst frágangur, og uppvask, móttaka á háegisverði og bakstur á brauði fyrir síðdegishressingu. Matráður ákveður hvað er í boði (matseðil) fyrir síðdegishressingu. Sér um mjólkurpöntun og pöntun á því sem þarf fyrir morgunverð og síðdegishressingu.
Starfsstöð Tónlistarskóla Skagafjarðar á Sauðárkróki mun á næstunni flytja úr Borgarflöt 1 og í húsakynni Árskóla. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að breytingum í Árskóla svo koma megi tónlistarkennslunni fyrir þar og er nú verið að leggja lokahönd á þær framkvæmdir.
Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir störf á heimilinu Skúlabraut 22, Blönduósi, laus til umsóknar. Um er að ræða eitt 100% starf og tvö hlutastörf. Unnið er í vaktavinnu og umsækjendur þurfa að geta hafið störf 3. október næstkomandi.
Til foreldra og forráðamanna barna í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Í dag 1. september breytist útivistartími barna, en samkvæmt 92. gr barnaverndarlaga nr. 80/2002, segir:
„Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00,
Nú er skólastarf komið á fullt og nemendur 1.-3. bekkjar í Árskóla að byrja á sundnámskeiði. Sundlaug Sauðárkróks verður því lokuð almenningi frá og með 1. - 14. september milli kl 13 og 16:10 meðan skólasundið fer fram.
Undir lok síðustu viku kom í ljós að myglusveppur og raki hafa myndast undir þaki leikskólans Barnaborgar á Hofsósi. Óværan er í þeim mæli að ekki er talið forsvaranlegt að starfrækja leikskólann þar á meðan málið er skoðað nánar og vandinn leystur með öruggum hætti.
Laugardaginn 27. ágúst breytast opnunartímar í sundlaug Sauðárkróks og sundlauginni í Varmahlíð og í næstu viku í sundlauginni á Hofsósi. Sundlaug Sauðárkróks lokar hálftíma fyrr á virkum dögum og kl 16 um helgar en ekki 17 eins og verið hefur í sumar. Sundlaugin í Varmahlíð opnar fyrr á morgnana eða kl 9 í stað 10:30 í sumar en lokar fyrr á föstudögum, kl 14. Opnunartími um helgar er kl 10-15 en frá og með 1. október verður sundlaugin lokuð á sunnudögum.
345. fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar var haldinn í gær að Sæmundargötu 7a. Fundirnir eru sendir út beint á netinu og alltaf er hægt að nálgast upptökur af eldri fundum hér á heimasíðunni.