Síðastliðið vor tóku fjórir nemendur 6. bekkjar Varmahlíðarskóla þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Þeir Jón Hjálmar og Svend Emil unnu bronsverðlaun í sínum flokki en þeir hönnuðu plastþjöppu fyrir rúlluplast.
Vegna fréttaflutnings sem skapast hefur vegna skorts á dagvistarrýmum við leikskólann í Varmahlíð vill Sveitarfélagið Skagafjörður koma eftirfarandi á framfæri:
Í dag hefja nemendur 10. bekkjar Árskóla árlegt dansmaraþon sem er liður í fjáröflun þeirra. Nemendur byrja að stíga dansinn kl 10 og munu dansa til kl 12 á hádegi á morgun fimmtudag 8. október.
Breyting á gjaldskrá hitaveitu Skagafjarðarveitna tekur gildi 1. október næstkomandi. Í nýju gjaldskránni eru breytt heimæðargjöld bæði í þéttbýli og dreifbýli
Nú líður senn að því að vetrarstarfsemi geti farið að hefjast í Húsi frítímans en félagsstarf eldri borgara hefst mánudaginn 5. október með félagsvist og bridge.