Fara í efni

Fréttir

Breyting á ákvæði um löndun byggðakvóta samþykkt

16.07.2015
Fréttir
Á 702. fundi byggðarráðs þann 13. júlí s.l. var eftirfarandi bókun gerð: Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að óska eftir við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að undanþága verði veitt frá löndunarskyldu á byggðakvóta tímabilið 1. júlí - 31. ágúst 2015.

Gestakort í söfn og sundlaugar

14.07.2015
Fréttir
Hægt er að kaupa gestakort sem gilda í söfn og sundlaugar á vegum sveitarfélagsins. Söfnin eru Glaumbær, Minjahúsið á Sauðárkróki og Sögusetur íslenska hestsins. Sundlaugarnar eru á Sauðárkróki, Hofsósi, Sólgörðum og Varmahlíð og er hægt að nálgast kortin á þessum stöðum.

Varmahlíðarskóli óskar eftir að ráða kennara

08.07.2015
Fréttir
Varmahlíðarskóli óskar eftir að ráða vélsmíða-, textíl-, smíða- og umsjónarkennara í 5. bekk. næsta skólaár.

Starf í búsetu fatlaðs fólks er laust til umsóknar

08.07.2015
Fréttir
Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða kvenkyns starfsmann í búsetu fatlaðs fólks. Í starfinu felst að aðstoða fatlaðan einstakling við allar athafnir daglegs lífs, persónulegar og félagslegar. Þjónustan er veitt inni á heimili hans og eins utan þess þegar það á við.

Deiliskipulag Depla í Fljótum samþykkt

07.07.2015
Fréttir
Þann 13. maí síðastliðinn var samþykkt á sveitarstjórnarfundi deiliskipulag fyrir Depla í Austur-Fljótum. Tillagan felur í sér gerð deiliskipulags vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á jörðinni.

Ný heimasíða Sveitarfélagsins Skagafjarðar

06.07.2015
Fréttir
Ný útgáfa heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar lítur nú dagsins ljós en hún er afrakstur undirbúnings og yfirlegu stýrihóps sveitarfélagsins og starfsfólks Stefnu, sem sá um vefhönnun. Rétt eins og á fyrri vef sá Stefna um vefsíðugerð og tæknilega útfærslu vefsins.

Uppsetning gönguskilta hafin

03.07.2015
Fréttir
Eins og allir vita eru í Skagafirði mörg af þekktustu og nafntoguðustu fjöllum á landinu. Meðal þeirra eru Mælifellshnjúkur, Tindastóll, Hólabyrða og Ennishnjúkur. Þessi fjöll og fleiri kalla gönguhrólfa til sín og njóta heilsusamlegar gönguferðir þannig sívaxandi vinsælda meðal almennings og ferðamanna.

Skráning leiguíbúða

03.07.2015
Leiguíbúðir
Hér gefst áhugasömum kostur á að skrá eignir sínar til útleigu. Það er gert með því að velja „Skrá eign“ hér fyrir ofan og fylla inn í formið. Eignirnar verða í kjölfar skráningar og yfirferðar birtar á þessari síðu.

Næsti fundur sveitarstjórnar mánudaginn 6. júlí

03.07.2015
Fréttir
329. fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn mánudaginn 6. júlí kl 12 í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Skagfirðingabraut 21.