Fara í efni

Fréttir

Grunnskólinn austan Vatna óskar eftir að ráða matráð

12.08.2015
Fréttir
Grunnskólinn austan Vatna óskar eftir að ráða matráð til starfa næsta skólaár með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Um er að ræða 50% starf á starfsstöð skólans á Sólgörðum.

Fjölbreytt mannlíf í Skagafirði um helgina

12.08.2015
Fréttir
Mikið verður um að vera í Skagafirði um helgina og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sögudagur á Sturlungaslóð, Hólahátíð, tónlistarhátíðin Gæran, meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára, Norðurlandsmeistaramót í skeets og Íslandsmót í vallarbogfimi.

Framkvæmdir á Hólum vegna Landsmóts hestamanna á næsta ári hafnar

07.08.2015
Fréttir
Framkvæmdir við mótssvæðið á Hólum í Hjaltadal eru hafnar og unnið er hörðum höndum að því að aðstæður verði sem glæsilegastar þegar Landsmót hestamanna verður haldið þar dagana 27. júní til 3. júlí 2016.

Varmahlíðarskóli óskar eftir að ráða vélsmíða- og textílkennara

04.08.2015
Fréttir
Varmahlíðarskóli hefur framlengt umsóknarfrest um stöðu vélsmíða- og textílkennara. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst og er um tímabunda ráðningu að ræða til 31. júlí 2016.

Gæðaáfangastaður 2015 er Skagafjörður

29.07.2015
Fréttir
Eftir yfirferð umsókna ákvað valnefnd EDEN verkefnisins á Íslandi að útnefna Sveitarfélagið Skagafjörð sem gæðaáfangastað Íslands 2015 fyrir verkefnið Matarkistan Skagafjörður.

Tónlistarskóli Skagafjarðar auglýsir laus störf

27.07.2015
Fréttir
Tónlistarskóli Skagafjarðar óskar eftir að ráða tvo fiðlukennara fyrir skólaárið 2015-16. Annan í 100% stöðu og hinn í 50% forfallakennslu vegna fæðingarorlofs, sem getur kennt á selló og kontrabassa.

Skagfirska kirkju- og byggðasögurannsóknin komin á fullt

25.07.2015
Fréttir
Í síðustu viku hófst uppgröftur á 11. aldar kristnum grafreit í Keflavík í Hegranesi en á næstu vikum verða um 20 manns við fornleifa- og jarðfræðirannsóknir víða í Hegranesi. Rannsóknunum stýra Guðný Zoëga, John Steinberger og Douglas Bolender.

Gróðursetning í Þuríðarlundi til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur

22.07.2015
Fréttir, Menning og mannlíf
Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin í embætti forseta Íslands, fyrst kvenna í heiminum sem þjóðkjörinn forseti, voru gróðursettar þrjár birkiplöntur í Þuríðarlundi henni til heiðurs.

Sundlaug Sauðárkróks auglýsir eftir starfsmönnum

21.07.2015
Fréttir
Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða tvo karlmenn í Sundlaug Sauðárkróks. Um tvö hlutastörf er að ræða og eru störfin laus frá og með miðjum ágúst.