Fara í efni

Fréttir

Lið Skagafjarðar mætir Fljótsdalshéraði í Útsvari

04.12.2015
Fréttir
Í kvöld er önnur umferð í Útsvari, spurningarkeppni sveitarfélaga, í beinni útsendingu á RÚV sem hefst kl 20:40. Lið Skagafjarðar mætir að þessu sinni liði Fljótsdalshéraðs en í fyrstu umferð unnu Skagfirðingar lið Ísfirðinga.

Bókagjöf til leikskólans Tröllaborgar

03.12.2015
Fréttir
Minningarsjóður Svandísar Þulu færði leikskólanum Tröllaborg á Hofsósi bókagjöf í gær. Svandís Þula Ásgeirsdóttir lést í bílslysi þann 2. desember 2006 einungis fimm ára gömul. Hún var í bíl ásamt föður sínum og eldri bróður þegar slysið varð.

Verðlaun veitt á Bessastöðum

02.12.2015
Fréttir
Ása Sóley Ásgeirsdóttir, nemandi í 10. bekk Varmahlíðarskóla, hlaut verðlaun síðastliðinn laugardag fyrir verkefni Forvarnardagsins. Af því tilefni var henni boðið til Bessastaða í síðdegisboð ásamt fjölskyldu og skólastjóra.

Opið hús í Iðjunni 3. desember

01.12.2015
Fréttir
Í tilefni af Alþjóðadegi fatlaðs fólks þann 3. desember verður opið hús í Iðjunni í Aðalgötu 21 milli kl 10 og 15. Að venju verður ýmislegt handverk á boðstólum og jólate iðjusamra ásamt meðlæti.

Tilkynning frá Skagafjarðarveitum: Lokun á veitusvæði Varmahlíðarveitu

01.12.2015
Fréttir
Búast má við truflunum á rennsli í Varmahlíð og sunnan Varmahlíðar að Krithóli, Blönduhlíð, Langholti og Staðarsveit, Sæmundarhlíð, Hegranesi og Hofstaðaplássi. Viðgerð hefst kl. 13:00 og mun standa fram eftir degi. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Árshátíð unglingastigs í Bifröst

01.12.2015
Fréttir
Árshátíð 8. og 9. bekkja Árskóla verður í Bifröst 1. og 2. desember kl 17 og 20 báða dagana. Krakkarnir lofa gleði og gríni en þau setja á svið tvo leikþætti um endurfundi á ellheimili og nútímavæddan garlakarlinn í Oz.

Jólaljósin tendruð á Kirkjutorgi

27.11.2015
Fréttir
Á laugardaginn verður kveikt á jólatrénu á Kirkjutorgi við hátíðlega athöfn enda aðventan að hefjast á sunnudaginn. Dagskráin hefst kl 15:30 en hún er fjölbreytt að vanda.

skagafjordur.is í þriðja sæti sveitarfélagavefja

27.11.2015
Fréttir
Árlega er gerð úttekt á vefjum opinberra stofnana og sveitarfélaga og að þessu sinni lenti skagafjordur.is í þriðja sæti ásamt tveimur öðrum með 87 stig. Það var vefurinn akranes.is sem var valinn besti sveitarfélagsvefurinn

Góð stemming á bókasafninu

26.11.2015
Fréttir
Í gærkvöldi lásu nokkrir höfundar upp úr verkum sínum á bókasafninu í notalegri stemmingu. Eyþór Árnason las úr ljóðabók sinni Norður en hann las einnig kafla úr bók Illuga Jökulssonar, Háski í hafi - kafbátur í sjónmáli.