Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur á Sauðárkróki 17. júní. Teymt var undir börnum á hestbaki, skátarnir sáu um andlitsmálun og skrúðganga fór frá Skagfirðingabúð á íþróttavöllinn. Þar tóku við hátíðarhöld fram eftir degi. Fjallkonan í ár var Brynja Sif Harðardóttir og flutti hún Ljóðið Ísland eftir Jón Thoroddsen. Hátíðarræðu flutti...
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur tekið ákvörðun um að fyrirhuguð dýpkun í Sauðárkrókshöfn sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skal því framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Berglind Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga frá 1. júlí 2018. Tvær umsóknir bárust um starfið.
Berglind Þorsteinsdóttir hefur lokið BA prófi í fornleifafræði frá sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands sem og meistaraprófi í menningarfræðum frá sama skóla. Einnig hefur Berglind lokið ýmsum námskeiðum s.s. í grafískri miðlun.