Fara í efni

Fréttir

Komdu og prófaðu frisbígolf!

31.07.2018
Fréttir
Nýr og glæsilegur frisbígolfvöllur er kominn í Sauðárgilið á Sauðárkróki, nánar tiltekið í og við Litla skóg. Folf eða frisbígolf er skemmtileg íþrótt sem allir geta stundað, þar sem útivist, hollri hreyfingu og skemmtun er blandað saman. Folf er leikið á svipaðan hátt og venjulegt golf. Í stað golfkylfa og golfbolta nota leikmenn frisbídiska...

Ljómarall í Skagafirði verður haldið á laugardaginn

26.07.2018
Fréttir
Ljómarall í Skagafirði verður haldið næstkomandi laugardag, 28. júlí. Samkvæmt auglýsingu Bílaklúbbs Skagafjarðar verður fyrsti bíll ræstur frá plani Skagfirðingabúðar kl. 08:00. Eknar verða fjórar ferðir um Mælifellsdal, tvær ferðir um Vesturdal og loks liggur leiðin aftur til Sauðárkróks þar sem eknar veða tvær ferðir um Nafir. Birting úrslita,...

Umsækjendur um stöðu sveitarstjóra

20.07.2018
Fréttir
Umsóknarfrestur um stöðu sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar rann út 15. júlí síðastliðinn. Fjórtán sóttu um stöðuna en þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Verið er að fara yfir umsóknir og stefnt að viðtölum við umsækjendur í næstu viku.

Leikhópurinn Lotta sýnir Gosa á sunnudaginn kl. 16.00 í Litla skógi

20.07.2018
Fréttir
Miðaverð 2.300 kr. Frítt fyrir börn 2ja ára og yngri.

Laust starf leikskólakennara í hlutastarf á leikskólanum Ársölum

19.07.2018
Fréttir
Auglýst er eftir leikskólakennara í hlutastarf á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki. Um er að ræða 25% stöðu 2 klst á dag eftir hádegi.

Laust starf leikskólakennara á leikskólanum Ársölum

16.07.2018
Fréttir
Auglýst er eftir leikskólakennara í 100 % starf á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí.

Sundlaug Sauðárkróks lokuð fyrripart laugardags 14. júlí

13.07.2018
Fréttir
Nú er Landsmót UMFÍ hafið á Sauðárkróki og sund ein af keppnisgreinunum þannig að Sundlaug Sauðárkróks verður lokuð almenningi laugardaginn 14. júlí kl 10-15.

Velkomin á landsmótið!

12.07.2018
Fréttir
Landsmótið hófst á Sauðárkróki í dag og Sveitarfélagið Skagafjörður býður Landsmótsgesti hjartanlega velkomna. Landsmótið er fjögurra daga íþróttaveisla þar sem íþróttir og hreyfing verða í aðalhlutverki á daginn. Á kvöldin verður skemmtun og samvera í góðum félagsskap allsráðandi. Allir 18 ára og eldri geta skráð sig, en að sjálfsögðu verður...

Byggðasafn Skagfirðinga óskar eftir starfsmanni

09.07.2018
Fréttir
Byggðasafn Skagfirðinga óskar eftir starfsmanni tímabilið 1. ágúst til og með 20. október 2018, eða eftir samkomulagi.