Fara í efni

Fréttir

Landsmótið hefst á Sauðárkróki í vikunni

09.07.2018
Fréttir
Landsmótið er fjögurra daga íþróttaveisla á Sauðárkróki dagana 12. - 15. júlí 2018. Íþróttir og hreyfing verða í aðalhlutverki á daginn. Á kvöldin verður skemmtun og samvera í góðum félagsskap allsráðandi.   Allir 18 ára og eldri geta skráð sig, hvort sem þeir eru í íþrótta- og ungmennafélagi eða ekki. Að sjálfsögðu verður margt í boði fyrir...

Sundlaugin á Hofsósi óskar eftir sundlaugarverði

03.07.2018
Fréttir
Starfið felst m.a. í öryggisgæslu við sjónvarpsskjá og laug, auk eftirlits með öryggiskerfum, afgreiðsla og baðvarsla.

Starf sveitarstjóra - Sveitarfélagið Skagafjörður

02.07.2018
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður er framsækið og metnaðarfullt samfélag. Kraftmikið atvinnulíf, góðir skólar á öllum skólastigum, fjölbreytt þjónusta, öflugt íþróttalíf, auðugt félags- og menningarlíf, veðursæld og mikil náttúrufegurð er á meðal þess sem gerir Skagafjörð að fýsilegum búsetukosti.

Safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga lætur af störfum

29.06.2018
Fréttir
Í dag var síðasti starfsdagur Sigríðar Sigurðardóttur safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga sem lætur nú af störfum eftir rúmlega 30 ára farsælt starf hjá safninu.

Grunnskólakennari GaV - smíðar og valgreinar

27.06.2018
Fréttir
Grunnskólinn austan Vatna óskar eftir grunnskólakennara, smíðar og valgreinar. Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí 2018.

Bæjarhátíðin Hofsós Heim verður haldin hátíðleg á Hofsósi um helgina

27.06.2018
Fréttir
Það verður margt og mikið um að vera á Hofsósi um helgina á bæjarhátíðinni Hofsós Heim. Dagskrá hátíðarinnar verður hin glæsilegasta. Á föstudaginn verður m.a. boðið upp á gönguferð í Grafarós, diskósund, varðeld, kjötsúpu og dansleiki með Geirmundi Valtýssyni í Sólvík og Hvanndalsbræðrum í Höfðaborg. Á laugardaginn verður útijóga, mennskt...

Ráðherrafundur EFTA í Skagafirði

25.06.2018
Fréttir
Ráðherrafundur Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, er haldinn í Skagafirði í dag. Þar funda fulltrúar aðildarríkjanna Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra.

Árskóli og Árvist óska eftir starfsmönnum

22.06.2018
Fréttir
Störfin eru laus frá 1. ágúst en umsóknarfrestur er til og með 8. júlí 2018.

Það verður nóg um að vera í Skagafirði um helgina

22.06.2018
Fréttir
Það verður nóg um að vera í Skagafirði um helgina. Lummudagar eru hafnir og þar er margt á dagskránni, m.a. götumarkaðir, götugrill, fataskiptimarkaður, vinnustofa í Sólon, blöðrudýr í Blóma- og gjafabúðinni, lummukaffi hjá Puffin and friends, Maddömunum og Eftirlæti. Einnig dans-, söng- og grínatriði með Bíbí og Björgvini, tónlistaratriði o.fl....