Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um land allt um helgina. Hátíðarhöldin verða á Sauðárkróki á laugardaginn og á Hofsósi á sunnudaginn. Það verður ýmislegt til skemmtunar og kaffisala slysavarnafélaganna verður á báðum stöðum líkt og áður.
Sjávarsælan á Sauðárkróki hefst á laugardaginn með dorgveiðikeppni kl. 10 á hafnarsvæðinu og kl....
Búið er að opna fyrir skráningu í SumarTím 2018. Til að skrá barnið sitt þarf að opna hlekkinn hér fyrir neðan og velja árgang.
Athugið að skráningu líkur á hverjum fimmtudegi fyrir næstu viku á eftir. Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við Önnu Guðrúnu í síma 841-8312 og Telmu Ösp í síma 866-3977 eða...
Árskóla var slitið við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 31. maí síðastliðinn. Að þessu sinni útskrifuðust 43 nemendur úr 10. bekk og voru þeir kvaddir með söknuði og góðum óskum.
tSór hópur barna útskrifaðist frá leikskólanum Ársölum miðvikudaginn 30. maí, 42 börn, 20 stúlkur og 22 drengir. Hátíðin hófst á því að útskriftarhópurinn flutti nokkur lög undir stjórn Önnu Jónu leikskólastjóra af mikilli innlifun.
Veiðileyfi í eigu sveitarfélagsins í Laxá í Laxárdal í fyrrum Skefilsstaðahreppi eru til sölu. Um er að ræða tvo daga í ágúst. Veitt er á svæði 2 fyrir hádegi frá brúnni við Skíðastaði að Háafossi og á svæði 1 eftir matinn frá ósi árinnar við Sævarland að brúnni við Skíðastaði.
Grunnskólanum austan Vatna var slitið nú í vikunni þann 28. maí og var fyrsta athöfnin í skólanum á Sólgörðum kl 11. Jóhann Bjarnason skólastjóri, Sjöfn Guðmundsdóttir deildarstjóri og Viðar á Hraunum fluttu ávörp.