Í dag hófst vinabæjamót í Skagafirði en um 30 manns frá hinum Norðurlöndunum komu í fjörðinn í gærkvöldi. Vinabæirnir eru Espoo í Finnlandi, Køge í Danmörku, Kristianstad í Svíþjóð og Kongsberg í Noregi.
Ársreikningur ársins 2015 var samþykktur við síðari umræðu í sveitarstjórn þann 25. maí síðastliðinn. Niðurstaða rekstrar A og B hluta sveitarsjóðs er neikvæð um 97 milljónir króna.
Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanna var haldið í Háskólanum í Reykjavík síðastliðinn sunnudag. Það voru 39 hugmyndaríkir nemendur úr 5. - 7. bekk sem komust áfram í vinnustofur og í úrslit keppninnar með samtals 27 hugmyndir.