Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga er fastur liður í aðdraganda Sæluviku Skagfirðinga og nýtur mikilla vinsælda. Margir glíma við fyrripartana og senda inn botna sem og semja vísur um fyrirfram gefið efni. Safnahús Skagfirðinga stendur enn vaktina og sendir út fyrriparta til hagyrðinga sem fyrr og verður hún með sama sniði og undanfarin ár.
Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2016 verða veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar í fyrsta sinn. Verðlaunin verða veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykir standa sig afburðavel í að efla skagfirskt samfélag.
Nú er komið að lokahátíð stóru upplestrarkeppni 7. bekkja grunnskólanna í Skagafirði. Hátíðin fer fram í sal bóknámshúss fjölbrautaskólans þriðjudaginn 12. apríl kl 17.
Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnir drög að tillögu sinni að flokkun virkjunarkosta í menningarhúsinu Miðgarði, þann 12. apríl nk. milli kl 20-22 segir í fréttatilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Meginverkefni sérfræðings eru verkstjórn og vinnsla fjárhagsáætlana, eftirlit með rekstri stofnana, tölfræðigreiningar, skýrslugerð og verkefnastjórnun.
Í þessari viku er búin að vera dans- og nýsköpunarvika hjá Grunnskólanum austan Vatna. Þá sameinast allir nemendur grunnskólans og nemendur frá Sólgörðum og Hólum leika og læra með nemendum á Hofsósi. Öll tónlistarkennslan hefur sömuleiðis verið á Hofsósi í vikunni.