Fara í efni

Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin 12. apríl

11.04.2016
Fréttir
Nú er komið að lokahátíð stóru upplestrarkeppni 7. bekkja grunnskólanna í Skagafirði. Hátíðin fer fram í sal bóknámshúss fjölbrautaskólans þriðjudaginn 12. apríl kl 17.

Kynningarfundur rammaáætlunar í Miðgarði

11.04.2016
Fréttir
Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnir drög að tillögu sinni að flokkun virkjunarkosta í menningarhúsinu Miðgarði, þann 12. apríl nk. milli kl 20-22 segir í fréttatilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir eftir sérfræðingi í hlutastarf

08.04.2016
Fréttir
Meginverkefni sérfræðings eru verkstjórn og vinnsla fjárhagsáætlana, eftirlit með rekstri stofnana, tölfræðigreiningar, skýrslugerð og verkefnastjórnun.

Dans- og nýsköpunardagar hjá Grunnskólanum austan Vatna

07.04.2016
Fréttir
Í þessari viku er búin að vera dans- og nýsköpunarvika hjá Grunnskólanum austan Vatna. Þá sameinast allir nemendur grunnskólans og nemendur frá Sólgörðum og Hólum leika og læra með nemendum á Hofsósi. Öll tónlistarkennslan hefur sömuleiðis verið á Hofsósi í vikunni.

Góð aðsókn í Hús frítímans

05.04.2016
Fréttir
Hús frítímans á Sauðárkróki var opnað eftir breytingar í október síðastliðnum og hefur aðsókn í húsið verið góð það sem af er þessu ári. Á heimasíðu hússins segir að allir aldurshópar séu að nýta sér húsnæðið á einn eða annan hátt.

Sumarstörf í sundlaugum í Skagafirði

04.04.2016
Fréttir
Fjölskyldusvið auglýsir laus sumarstörf í sundlaugum sveitarfélagsins. Sundlaugarnar eru staðsettar á Hofsósi, Sauðárkróki, Sólgörðum og Varmahlíð.

Laust starf í afleysingu við leikskólann Ársali

01.04.2016
Fréttir
Leikskólakennari óskast í 100% stöðu við leikskólann Ársali á Sauðárkróki. Um tímabundið starf er að ræða. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst.

Árshátíð grunnskólanema á Hofsósi

01.04.2016
Fréttir
Í kvöld föstudaginn 1. apríl verða nemendur í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi með árshátíð í Höfðaborg kl 20.

Frestur til að sækja um búfjárleyfi er til 1. apríl

30.03.2016
Fréttir
Ný samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði var samþykkt á sveitarstjórnarfundi þann 14. október síðastliðinn. Samkvæmt henni þurfa búfjáreigendur í þéttbýli í Skagafirði að sækja um leyfi til búfjárhalds. Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. apríl í móttöku ráðhússins.