Fara í efni

Fréttir

Tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda

14.12.2015
Fréttir
Á síðasta fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, þann 9. desember síðastliðinn, var samþykkt að framlengja tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð.

Tónleikar og aðventuævintýri

11.12.2015
Fréttir
Desembermánuður líður áfram og nú er þriðji í aðventu framundan. Það er ýmislegt í boði í Skagafirði þessa helgina, tónleikar, aðventuhátíðir og ævintýri og hægt að velja sér jólatré.

Viðurkenning fyrir gæðaverkefni í menntamálum

11.12.2015
Fréttir
Gæðaviður­kenn­ing­ar Era­smus+ mennta­áætl­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins voru veitt­ar við hátíðlega at­höfn í Ásmund­arsafni í gær, en Landskrif­stofa Era­smus+ á Íslandi út­hlut­ar ár­lega tæp­lega 800 millj­ón­um úr áætl­un­inni til verk­efna í mennt­un. Eitt þessara verkefna er unnið í Skagafirði og heitir, Að byggja brú milli leik- og grunnskóla.

Söngkeppni Friðar í Miðgarði

11.12.2015
Fréttir
Í dag 11. desember fer fram söngkeppni Friðar í Menningarhúsinu Miðgarði og hefst hún kl 19:30. Húsið opnar kl 19 og eru allir velkomnir að koma og hlusta á þátttakendur en það eru 11 atriði á dagskrá ef allt gengur eftir.

Fjárhagsáætlanir fyrir árin 2016-2019 samþykktar

10.12.2015
Fréttir
Fjárhagsáætlanir Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2016-2019 voru samþykktar samhljóða með atkvæðum allra sveitarstjórnarfulltrúa við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar í gær. Helstu fjárfestingar ársins 2016 verða vegna Sundlaugar Sauðárkróks, byggingu vatnstanks fyrir kalt vatn á Gránumóum, hitaveituframkvæmda í Fljótum, skjólgarðs við smábátahöfnina á Sauðárkróki og kaupa á slökkvibifreið.

Sandkistur á þéttbýlisstöðum í Skagafirði

09.12.2015
Fréttir
Nú er tíðarfar umhleypingasamt og mikil hálka á ýmsum stöðum. Sandkisturnar sem komið var fyrir í fyrravetur eru enn á sínum stað með saltblönduðum sandi sem öllum er velkomið að nota til að salta í kringum hús sín.

Lúsíuhátíð og jólabingó

09.12.2015
Fréttir
Lúsíuhátíð 6. bekkjar Árskóla er á morgun fimmtudaginn 10. desember. Lúsíurnar verða á ferðinni um Krókinn og munu syngja á ýmsum stöðum. Hátíðin endar í matsal Árskóla kl 17 með sannkölluðum Lúsíusöng og eru allir velkomnir í skólann.

Skólahald í Skagafirði í dag

08.12.2015
Fréttir
Hefðbundið skólahald verður í Árskóla á Sauðárkróki í dag en Grunnskólinn austan Vatna og Varmahlíðarskóli verða lokaðir. Leikskólinn Ársalir verður opinn en Tröllaborg og Birkilundir lokaðir.

Sveitarstjórnarfundur Sveitarfélagsins Skagafjarðar

07.12.2015
Fréttir
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar, miðvikudaginn 9. desember kl. 16:15 í ráðhúsinu á Sauðárkróki