Fara í efni

Fréttir

Fjölmenningardagar í Ársölum

03.02.2016
Fréttir
Nú standa yfir fjölmenningardagar í leikskólanum Ársölum sem hófust á bóndadaginn 22. janúar með árlegu þorrablóti. Þessa daga er þeim löndum sem börnin eru frá gert hátt undir höfði en börn af 13 þjóðernum, auk Íslands, eru í Ársölum þ.e.a.s. börnin eða foreldrar þeirra koma frá þessum löndum. Hverju landi fyrir sig er tileinkaður hádegismaturinn þessa daga.

Dagur leikskólans 6. febrúar

02.02.2016
Fréttir
Næstkomandi laugardag 6. febrúar er dagur leikskólans og ætla allir leikskólarnir í Skagafirði að gera eitthvað í tilefni dagsins.

Samningur um sjúkraflutninga í Skagafirði

29.01.2016
Fréttir
Í gær var skrifað undir samning um sjúkraflutninga á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í Skagafirði. Heildarupphæð samningsins er 30.000.000 á ári. Tekur hann tillit til alls kostnaðar við mannahald, þjálfun og menntun ásamt eftirliti með búnaði greiningasveitar.

Álagningu fasteignagjalda 2016 lokið

27.01.2016
Fréttir
Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður".

Fundur í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar

27.01.2016
Fréttir
Aukafundur verður haldinn í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fimmtudaginn 28. janúar kl. 12:45 í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.

Vinnustofur fyrir umsækjendur í Uppbyggingarsjóð

27.01.2016
Fréttir
Nú er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra og eru starfsmenn SSNV með vinnustofur fyrir umsækjendur af því tilefni til að aðstoða umsækjendur við gerð umsókna.

Íbúafundur um samfélagsleg áhrif virkjanakosta í Skagafirði

26.01.2016
Fréttir
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands býður íbúum í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi til opins íbúafundar til að ræða samfélagsleg áhrif virkjanakosta í Skagafirði.

Lokað fyrir kaldavatnsrennsli í Hlíða- og Túnahverfi

21.01.2016
Fréttir
Truflun verður á kaldavatnsrennsli í Hlíða- og Túnahverfi frá morgni föstudagsins 22. janúar og fram undir hádegi vegna viðgerðar á stofnlögn.

Árshátíð miðstigs Árskóla

19.01.2016
Fréttir
Árshátíð miðstigs Árskóla verður haldin í félagsheimilinu Bifröst í dag 19. janúar og morgun 20. janúar. Það eru nemendur 5., 6. og 7. bekkjar sem munu stíga á stokk með fjölbreytta dagskrá, leik og söng úr ýmsum áttum.