Fara í efni

Fréttir

Nemendur Varmahlíðarskóla í úrslitum NKG

11.05.2016
Fréttir
Fjórir nemendur í Varmahlíðarskóla voru valdir úr fjölmennum hópi grunnskólanema til að fara á vinnustofu Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Í ár voru sendar inn 1750 hugmyndir að nýsköpun og áttu nemendur Varmahlíðarskóla þrjár þeirra.

Sveitarstjórnarfundur

09.05.2016
Fréttir
341. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Sæmundargötu 7a á Sauðárkróki, miðvikudaginn 11. maí 2016 og hefst kl. 16:15

Sundlaugin í Varmahlíð lokuð þessa viku

09.05.2016
Fréttir
Nú stendur yfir viðgerð og hreinsun á sundlauginni í Varmahlíð. Af þeim sökum er laugin lokuð þessa vikuna 9.-13. maí.

Vinnuskólinn og V.I.T

04.05.2016
Fréttir
Sólin hækkar á lofti með hverjum degi og ekki nema mánuður þar til vinnuskólinn tekur til starfa. Opnað verður fyrir skráningar í vinnuskóla sveitarfélagsins og átaksverkefnið V.I.T mánudaginn 9. maí og stendur skráning yfir til og með 20. maí.

Fundur sveitarstjórnar.

02.05.2016
Fréttir
Boðað er til aukafundar Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar miðvikudaginn 4. maí kl. 11:00

Skipulagslýsing vegna deiliskipulags við Hegranesþingstað

02.05.2016
Fréttir
Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir Hegranesþingstað í landi Garðs í Hegranesi. Skipulagslýsingin gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi fyrir hinn forna þingstað og nánasta umhverfi, svæðið er í dag lítið afmarkað. Skipulagssvæðið er um 12,5 ha að stærð.

Opnun Iðju við Sæmundarhlíð

29.04.2016
Fréttir
Iðjan, dagvist fyrir fatlað fólk, var formlega opnuð í nýju húsnæði við Sæmundarhlíð í gær. Nýja húsnæðið er bjart og rúmgott og eru bæði notendur Iðjunnar og starfsfólk mjög ánægðir með flutningana.

Gamla Árvistarhúsið við Freyjugötu til sölu

28.04.2016
Fréttir
Á 738. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem haldin var í morgun 28. apríl var samþykkt að auglýsa og óska eftir tilboðum í gamla Árvistarhúsið við Freyjugötu.

Gæludýr bönnuð í leiguhúsnæði sveitarfélagsins

28.04.2016
Fréttir
Gæludýr í leiguhúsnæði sveitarfélagsins verða bönnuð frá 1. júní næstkomandi. Þetta var samþykkt á 738. fundi byggðarráðs sem haldinn var í morgun.