Fara í efni

Fréttir

Sumarstörf í frístunda- og íþróttamálum

17.02.2016
Fréttir
Fjölbreytt sumarstörf í frístunda- og íþróttamálum eru nú auglýst laus til umsóknar. Störfin sem um ræðir eru í íþróttahúsi, flokkstjórar vinnuskóla, á íþróttavelli, starfsmenn Sumar-Tím og í sundlaugum.

Sveitarstjórnarfundur

16.02.2016
Fréttir
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar miðvikudaginn 17. febrúar kl. 16:15 í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.

Starf sálfræðings laust til umsóknar

10.02.2016
Fréttir
Fjölskylduþjónusta Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða sálfræðing til starfa. Starfið er hvort tveggja á sviði skólaþjónustu og félagsþjónustu.

Sumarstörf í málefnum fatlaðs fólks

09.02.2016
Fréttir
Fjöldi spennandi, skemmtilegra og krefjandi sumarstarfa í málefnum fatlaðs fólks hjá Sveitarfélaginu Skagafirði eru nú laus til umsóknar.

Breyttur opnunartími í sundlauginni í Varmahlíð

09.02.2016
Fréttir
Nú er komið að vetrarfríi í skólunum í Skagafirði og breytist opnunartími sundlaugarinnar í Varmahlíð á meðan það stendur yfir. Fimmtudaginn 11. febrúar verður opið milli kl 14 og 21 og föstudaginn 12. febrúar verður lokað.

Fjölgun íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar og auglýsingar um laus störf

08.02.2016
Fréttir
Síðustu árin hefur íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar fækkað nokkuð og var fjöldinn kominn niður í 3910 íbúa 1. janúar 2015 samkvæmt opinberum tölum Hagstofu Íslands. Samkvæmt tölum úr þjóðskrá fór íbúafjöldinn lægst niður í 3884 íbúa í nóvember sl. en síðan hefur íbúum fjölgað talsvert á ný og eru þeir nú orðnir 3928.

Sundlaug Sauðárkróks auglýsir eftir starfsmanni

08.02.2016
Fréttir
Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða karlmann til starfa í Sundlaug Sauðárkróks. Um eitt starf er að ræða í 92% starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Framúrskarandi skagfirsk fyrirtæki

03.02.2016
Fréttir
Síðast liðin ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti til ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Í ár eru það 682 fyrirtæki sem komust á listann af þeim 35.842 sem skráð eru í hlutafélagaskrá sem stóðust styrkleikamat Creditinfo og teljast því vera Framúrskarandi fyrirtæki 2015.

Bilun í kaldavatnslögn á Hólavegi

03.02.2016
Fréttir
Kominn er upp leki í kalda vatninu sunnarlega á Hólavegi. Til að viðgerð geti farið fram þarf að loka fyrir rennsli á Hólavegi sunnan Öldustígs, Hólmagrund og Fornósi.