Grunnskólinn austan Vatna auglýsir annars vegar eftir smíðakennara, handmenntakennara og myndmenntakennara með starfsstöð á Hofsósi og hins vegar eftir verkgreinakennara með starfsstöð á Hólum í Hjaltadal.
Byggðasafn Skagfirðinga hefur verið tilnefnt til íslensku safnaverðlaunanna árið 2016, ásamt Listasafni Reykjavíkur - Ásmundarsafni og sýningunni Sjónarhorni í Safnahúsinu við Hverfisgötu, Reykjavík.
Tónlistarskóla Skagafjarðar verður slitið í Menningarhúsinu Miðgarði föstudaginn 20. maí með lokatónleikum skólans þetta starfsárið. Athöfnin byrjar kl 16 og verður boðið upp á fjölbreytt tónlistaratriði.
Fræðsluþjónusta Sveitarfélagsins Skagafjarðar vinnur að verkefni sem ber yfirheitið “Innra og ytra mat í leik- og grunnskólum í Skagafirði” og hófst í júní 2015. Verkefnið er styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins.
Veiðileyfi í eigu sveitarfélagsins í Laxá í Laxárdal í fyrrum Skefilsstaðahreppi eru til sölu. Það eru tveir dagar sem um ræðir, miðvikudagurinn 13. júlí og laugardagurinn 6. ágúst.