Fara í efni

Fréttir

Leikskólakennarar við Leikskólann Birkilund

27.04.2016
Fréttir
Leikskólinn Birkilundur í Varmahlíð auglýsir lausar stöður leikskólakennara frá 8. ágúst 2016. Ef ekki berast umsóknir frá leikskólakennurum með leyfisbréf er heimilt að ráða leiðbeinanda í stöðuna.

Skipulagslýsing vegna deiliskipulags Skagfirðingabrautar 51 og Ártorgs 1

26.04.2016
Fréttir
Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir lóðirnar Skagfirðingabraut 51 og Ártorg 1 á Sauðárkróki. Skipulagslýsingin gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi fyrir lóðirnar sem felur í sér breytingu og stækkun byggingarreita og breytingar á innbyrðis lóðarmörkum.

Sæluvika Skagfirðinga er hafin

24.04.2016
Fréttir
Sæluvika Skagfirðinga var sett í Safnahúsinu á Sauðárkróki fyrr í dag. Var þar m.a. opnuð glæsileg myndlistarsýning Hallrúnar Ásgrímsdóttur, tilkynnt úrslit í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga og opinberað hver hlyti fyrstu Samfélagsverðlaun Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Nemendur úr Tónlistarskóla Skagafjarðar léku nokkur lög á milli ávarpa.

Sæluvika Skagfirðinga

22.04.2016
Fréttir
Nú er Sæluvikan framundan en setning hennar verður í Safnahúsinu sunnudaginn 24. apríl kl 14. Sæluvikan er gamall menningarviðburður en upphaflega kallaðist vikan Sýslufundarvika og þá kom sýslunefnd Skagafjarðarsýslu saman til fundarhalda.

Nemendur Varmahlíðarskóla í áheitahlaupi

20.04.2016
Fréttir
Nemendur Varmahlíðarskóla eru að hlaupa svokallaðan Hegraneshring í dag og hafa verið að safna áheitum undanfarna daga. Í þetta sinn ætla þau að hlaupa til styrktar Ívari Elí sem þarf að fara í rannsóknir til Boston í vor vegna flogaveiki.

Leikskólinn Ársalir auglýsir laus störf

15.04.2016
Fréttir
Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki óskar eftir matráði í 50% framtíðarstarf á eldra stigi leikskólans. Einnig er auglýst sumarstarf leikskólakennara eða leiðbeinanda í 100% starfshlutfalli.

Bleikjukynbótastöðin Hólum í Hjaltadal - ákvörðun um matsskyldu

15.04.2016
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur tekið þá ákvörðun um að Bleikjukynbótastöðin á Hólum í Hjaltadal skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr 106/2000.

Persónuleg aðstoð á heimili í nágrenni Varmahlíðar

14.04.2016
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir að ráða kvenmann til þess að sinna persónulegri aðstoð við konu á heimili hennar í nágrenni Varmahlíðar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Úrslit stóru upplestrarkeppni sjöundu bekkja

13.04.2016
Fréttir
Stóra upplestrarkeppnin var haldin í sal bóknámshúss FNV í gær og þar öttu kappi tólf nemendur úr öllum grunnskólum Skagafjarðar og lásu textabút úr sögu og tvö ljóð. Nemendurnir stóðu sig með stakri prýði og báru þess glöggt vitni að hafa æft sig af kappi og fengið góða þjálfun hjá kennurum sínum. Nemendur Tónlistarskóla Skagafjarðar léku svo nokkur lög fyrir gesti hátíðarinnar.