Fara í efni

Fréttir

Gleðilega páska!

27.03.2016
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegra páska með von um að allir hafi það sem best yfir hátíðina og eigi ánægjulegar samverustundir.

Ný deild opnuð við leikskólann Birkilund í Varmahlíð

23.03.2016
Fréttir
Tekin hefur verið í notkun ný deild við leikskólann Birkilund. Deildin hefur hlotið nafnið Reyniland og er staðsett þar sem áður var pósthús í Varmahlíð.

Mikið um að vera í Skagafirði um páskana

23.03.2016
Fréttir
Það verður líf og fjör í Skagafirði um páskana hvort sem fólk vill fara á skíði, hlusta á góða tónlist eða fara til kirkju. Skíðasvæðið í Tindastóli verður opið alla dagana kl 11-16 og árlegt skíðagöngumót verður í Fljótunum á föstudaginn langa.

Opnunartímar sundlauga um páskana 2016

22.03.2016
Fréttir
Sundlaugarnar í Skagafirði erum með breyttan opnunartíma um páskana. Opið er alla páskadagana í sundlaugunum á Sauðárkróki og Hofsósi en lokað í Varmahlíðarlaug á föstudaginn langa og páskadag. Nánar

Sambýlið Blönduósi óskar eftir sumarstarfsfólki

21.03.2016
Fréttir
Sambýlið Blönduósi óskar eftir tveimur sumarstarfsmönnum í 100% starf. Í öðru starfinu þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst en í hinu frá 1. júní nk. Möguleiki er á áframhaldandi ráðningu eftir sumarið.

Heitavatnslaust í Hlíða- og Túnahverfi í dag

21.03.2016
Fréttir
Loka þarf fyrir heita vatnið í Hlíða- og Túnahverfi vegna viðgerðar eftir hádegið. Byrjað verður kl. 14:00 og mun viðgerðin standa eitthvað fram eftir degi. Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar á truflunum sem þetta kann að valda.

Fyrsti fundur sveitarstjórnar í nýju húsnæði

17.03.2016
Fréttir
Fyrsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í nýjum fundarsal í Húsi frítímans var haldinn í gær. Nú verður hægt að fylgjast með fundunum í beinni í mynd en fundirnir verða teknir upp og sendir beint út á Youtube.

Góður árangur í Skólahreysti

17.03.2016
Fréttir
Grunnskólarnir í Skagafirði tóku þátt í undankeppni Skólahreystis sem fram fór í íþróttahöllinni á Akureyri í gær. Stóðu allir keppendur skólanna sig með prýði en að lokum fór svo að Árskóli sigraði í 8. riðli og mun taka þátt í lokakeppninni

Sumarstörf hjá Byggðasafni Skagfirðinga

16.03.2016
Fréttir
Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir eftir safn- og staðarvörðum á sýningum safnsins og upplýsingaverum í Glaumbæ og Minjahúsinu á Sauðárkróki í sumar.