Landsmót hestamanna verður á Hólum í Hjaltadal dagana 27. júní til 3. júlí og verður opnunartími sundlauganna í héraðinu lengri en venjulega af því tilefni.
Brunavarnir Skagafjarðar auglýsa eftir starfsmanni í starf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanns.
Starfið felst í vinnu við slökkvi- og sjúkraflutningaþjónustu, slökkvitækjaþjónustu auk annarra starfa á slökkvistöð.
Útkalls- og bakvaktarskylda er utan dagvinnutíma.
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir laust starf í liðveislu á Freyjugötu í 10% starfshlutfalli. Unnið er aðra hvora helgi frá kl. 14:00-18:00, laugardag og sunnudag.
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir starf ráðgjafa í málefnum fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra laust til umsóknar. Óskað er eftir umsækjendum með háskólamenntun í þroskaþjálfafræði.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 8. júní síðastliðinn að auglýsa tillögu að deiliskipulagi lóðanna Skagfirðingabrautar 51 og Ártorgs 1 á Sauðárkróki