Fara í efni

Fréttir

Áskorun til nýskipaðs starfshóps þriggja ráðuneyta

27.10.2023
Fréttir
Á 67. fundi Byggðarráðs Skagafjarðar þann 25. október sl. var tekin fyrir staða íslensks landbúnaðar og samþykkt að senda eftirfarandi áskorun til nýskipaðs starfshóps þriggja ráðuneyta: Byggðarráð Skagafjarðar og stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga (BSS), fagna nýskipuðum starfshópi þriggja ráðuneyta; matvælaráðuneytis, fjármála- og...

Umsjónarmaður með Málmey á Skagafirði

25.10.2023
Fréttir
Skagafjörður auglýsir eftir umsjónarmanni með Málmey á Skagafirði. Málmey er stærsta eyjan á Skagafirði, um 160 ha að stærð. Hún er fremur láglend en hækkar til norðurs. Sunnanvert er eyjan úr móbergi en norðurhlutinn er hraundyngja. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt til að Málmey verði sett á framkvæmdaáætlun (B-hluta) náttúruminjaskrár,...

Sundlaugin á Sólgörðum - Rekstraraðili óskast

25.10.2023
Fréttir
Skagafjörður auglýsir eftir aðila til að reka sundlaugina á Sólgörðum í Fljótum frá 1. janúar 2024 til 31. desember 2026. Rekstraraðili skal skv. nánara samkomulagi annast alla umsjón og ábyrgð á starfsemi sundlaugarinnar, þ.m.t. allt starfsmannahald, baðvörslu, afgreiðslu, þrif, auglýsingar, innkaup á rekstrarvörum, t.d. hreinlætisvörum eins og...

Sveitarstjórnarfundur 25. október kl 16:15

23.10.2023
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Skagafjarðar verður haldinn að Sæmundargötu 7, miðvikudaginn 25. október og hefst hann kl 16:15.

Skerðing á þjónustu Skagafjarðar vegna kvennaverkfalls á morgun

23.10.2023
Fréttir
Á morgun, þriðjudaginn 24. október, munu konur og kvár leggja niður störf. Viðbúið er að verkfallið hafi áhrif á þjónustu á vegum Skagafjarðar en leitað verður leiða til að tryggja lágmarksþjónustu. Skerðing á þjónustu Skagafjarðar verður sem hér segir: Ráðhús Skagafjarðar verður opið frá 13:00 – 15:00 Leik- og grunnskólar Allt skólahald...

Starfsmenn Barnaverndarþjónustu mið-Norðurlands hittust í Húnaþingi vestra

19.10.2023
Fréttir
Starfsfólk Barnavernarþjónustu Mið – Norðurlands hittist hjá fjölskyldusviði Húnaþings vestra á Hvammstanga nú í október. Venjulega er fundað með vikulegum fjarfundum en nú var ákveðið að hittast og fara einnig yfir samstarfið sem hófst 1. janúar sl. með samstarfi sex sveitarfélaga á Norðurlandi, frá Hrútafirði í vestri að Eyjafirði í austri. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag og ber ábyrgð á barnavernd í nánu samstarfi við aðildarsveitarfélögin. Íbúar sem heyra undir þjónustuna eru um 9.400, þar af eru um 1.900 börn.

Framkvæmdir neðan Brekkugötu á Sauðárkróki

18.10.2023
Fréttir
Á næstu dögum hefjast framkvæmdir við mótfyllingar neðan við Brekkugötu en framkvæmdinni er ætlað að draga úr bratta neðan götunar og auka stöðuleika jarðvegs. Mun framkvæmdin fela í sér lagningu drenlagna, malarfyllingar og frágang yfirborðs. Að undangenginni verðkönnun var samið við Vinnuvélar Símonar að vinna verkið en verkfræðistofurnar Efla...

Dansmaraþon 10. bekkinga Árskóla hafið

11.10.2023
Fréttir
Dansmaraþon 10. bekkjar Árskóla (árgangur 2008) hófst kl. 10 í morgun og stendur yfir til kl. 10 á morgun, fimmtudag.  Dansmaraþonið er ein helsta fjáröflun 10. bekkjar þar sem þau stefna að því að fara í skólaferðalag til Danmerkur í vor. Eins og hefð er orðin fyrir hafa nemendur æft dans undir stjórn Loga danskennara, sem stjórnar dansinum...

Kosning um nafn á nýjum götum í frístundabyggð við Varmahlíð

06.10.2023
Fréttir
Samhliða auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar við Varmahlíð óskaði Skagafjörður eftir tillögum frá íbúum um heiti á nýjum götum A og B sem skilgreindar eru í skipulaginu. Fjölmargar tillögur bárust og gefst nú almenningi tækifæri til þess að kjósa um nafn. Frestur til þess að taka þátt í kosningu er 20. október.   Fyrir...