Fara í efni

Fréttir

Byggðasafn Skagfirðinga býður öll velkomin í Glaumbæ sunnudaginn 3. desember kl. 16-18!

02.12.2023
Fréttir
Útgáfuhóf bókarinnar Vetrardagur í Glaumbæ og sýningaropnun samnefndrar sýningar verða í Áshúsi þar sem hægt verður að skoða bókina og virða fyrir sér teikningar og málverk eftir Jérémy Pailler. Þjóðháttaáhugafólk kemur í heimsókn og verður með jólastarfsdag í gamla bænum. Andrúmsloftið í bænum verður eins og við jólaundirbúning árið 1910....

Jólaljósin tendruð á Kirkjutorgi á laugardag kl 15:30

01.12.2023
Fréttir
Það verður hátíðarstemning á Sauðárkróki á morgun, laugardaginn 2. desember, þegar jólaljósin verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi við hátíðlega athöfn. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri mun flytja hátíðarávarp, Stjörnukór og Barna- og unglingakór Tónadans syngja, Benedikt Búálfur og félagar stíga á svið og dansað verður í kringum jólatréð....

Jóladagatal, samverudagatal Skagafjarðar komið í loftið

30.11.2023
Fréttir
Jóladagatal Skagafjarðar er komið í loftið í annað sinn. Jóladagatalið er samverudagatal, hugsað til gamans, með hugmyndum af samverustundum fjölskyldunnar í aðdraganda jóla. Smellt er á hvern dag fyrir sig og upp koma hugmyndir af samverustundum sem hægt er að nota eða breyta aðeins eins og hverjum og einum hentar. Til þess að opna dagatalið er...

Fornverkaskólinn í Skagafirði hlýtur Minjaverndarviðurkenningu Minjastofnunar

27.11.2023
Fréttir
Á ársfundi Minjastofnunar Íslands 2023, þann 23. nóvember sl., veitti stofnunin Fornverkaskólanum í Skagafirði sérstaka viðurkenningu fyrir framlag þeirra til varðveislu á fornu byggingarhandverki. Í tilkynningu frá Minjastofnun Íslands segir: Frá árinu 2007 hefur Fornverkaskólinn boðið upp á námskeið í gömlu byggingarhandverki með sérstaka...

Þakkir frá leikskólanum Ársölum til Kiwanisklúbbanna í Skagafirði

24.11.2023
Fréttir
Í dag afhentu Kiwanisklúbbarnir Freyja og Drangey leikskólanum Ársölum höfðinglega gjöf að andvirði kr. 850.000-. Í leikskólanum eru fötluð og langveik börn sem þurfa að fara í sjúkraþjálfun að jafnaði einu sinni í viku. Til að koma til móts við foreldra þessara barna hefur leikskólinn Ársalir boðið foreldrum upp á að stuðningskennari fari með...

Auglýsing um skipulagsmál - Steinsstaðir

22.11.2023
Fréttir
Tillaga að deiliskipulagi – Íbúðarbyggð Steinsstöðum Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 19. fundi sínum þann 15. nóvember 2023 að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð við Steinsstaði í auglýsingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Skipulagsgögn eru skipulagsuppdráttur með greinargerð unnin af Stoð verkfræðistofu...

Heitavatnslaust út að austan á morgun miðvikudaginn 22. nóvember

21.11.2023
Fréttir
Tilkynning frá Skagafjarðarveitum: Leki er á stofnlögn hitaveitu á Höfðaströnd nokkru sunnan við Höfða. Til að viðgerð geti farið fram mun þurfa að loka fyrir rennsli á morgun, miðvikudaginn 22. nóvember. Vinnan mun hefjast um kl. 10 og standa fram eftir degi. Heitavatnslaust verður á öllu svæðinu frá Höfða og innúr, það er að Neðra-Ási og Viðvík...

Dagur íslenskrar tungu

16.11.2023
Fréttir
Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, fæðingardagur rómantíska skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en hann fæddist árið 1807. Jónas lagði mikið upp úr fallegu máli og varðveislu íslenskrar tungu. Auk þess að vera rómað skáld á umbrotatíma í íslensku samfélagi, sjálfstæðisbaráttunni, var hann náttúrufræðingur og rannsakaði íslenska náttúru....

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn 15. nóvember 2023

13.11.2023
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn 15. nóvember 2023