Fara í efni

Fréttir

Land til leigu á Hofsósi

25.08.2023
Fréttir
Skagafjörður auglýsir til leigu frá næstu áramótum hólf nr. 10 á Hofsósi, Bræðraborgartún, 3,2 ha til slægna og hólf nr. 16, Gíslatún, 3 ha til beitar. Umsóknarfrestur er til 10. september. Nánari upplýsingingar veitir Kári Gunnarsson, þjónustufulltrúi landbúnaðarmála, í síma 659 3970. Umsóknir sendist á kari@skagafjordur.is.

Frítt í sundlaugar Skagafjarðar á morgun frá 14-16

25.08.2023
Fréttir
Í tilefni af Umhyggjudeginum á morgun, laugardaginn 26. ágúst, verður frítt í sundlaugar Skagafjarðar frá kl. 14-16. Glaðningur verður fyrir alla krakka sem mæta í sund á meðan birgðir endast. Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Þau bjóða m.a. upp á endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu og...

Skólahverfi í Skagafirði og reglur um undanþágu fyrir skólasókn í öðru skólahverfi

24.08.2023
Fréttir
Í Skagafirði eins og í öðrum sveitarfélögum eru ákveðin skólahverfi. Börn sækja skóla innan sinna skólahverfa og skipulag skólaaksturs tekur mið af þeim. Sveitarfélög landsins hafa ekki boðið upp á fljótandi skólahverfi enda myndi slíkt kalla á mikla skipulagningu, mjög breytilegan akstur og akstursleiðir á milli skólahverfa og mjög verulega...

Auglýst er eftir forgangsverkefnum í Skagafirði fyrir áfangastaðaáætlun Norðurlands (DMP)

24.08.2023
Fréttir
Skagafjörður auglýsir eftir uppbyggingarverkefnum í ferðaþjónustu til að setja á forgangslista Skagafjarðar fyrir áfangastaðaáætlun Norðurlands (DMP). Þau verkefni sem eru á forgangslista Skagafjarðar fá auka stig við mat á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en opnað verður fyrir umsóknir í haust. Skila þarf inn greinagóðri lýsingu á...

Áskorun til matvælaráðherra

24.08.2023
Fréttir
Á 59. fundi byggðarráðs Skagafjarðar, miðvikudaginn 23. maí 2023, samþykkti byggðarráð eftirfarandi áskorun til matvælaráðherra: Á liðnu vori kynnti matvælaráðuneytið drög að nýrri gjaldskrá Matvælastofnunar sem fól í sér verulega hækkun á gjaldtöku vegna þjónustu sem stofnunin veitir, meðal annars matvælaframleiðendum, afurðastöðvum og...

Málþingið Torfarfurinn - haldið á vegum Byggðasafns Skagfirðinga

23.08.2023
Fréttir
Málþingið Torfarfurinn - Varðveisla byggingarhandverks verður í Kakalaskála í Skagafirði þann 4. september næstkomandi. Umfjöllunarefnið er varðveisla byggingarhandverks þar sem torfarfurinn verður í fyrirrúmi. Dagskrá málþingsins má sjá hér að neðan og skráning er hafin. Málþingið fer fram á milli tveggja námskeiða Fornverkaskólans en...

Sveitarstjórnarfundur 23. ágúst 2023

21.08.2023
Fréttir
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagafjarðar miðvikudaginn 23. ágúst 2023 að Sæmundargötu 7 og hefst hann kl. 16:15

Losun garðaúrgangs á Sauðárkróki

17.08.2023
Fréttir
Í sumar urðu breytingar á hvar íbúar geta losað garðaúrgang á Sauðárkróki. Búið er að loka svæðinu sem notast var við í iðnaðarhverfinu rétt hjá Flokku þar sem fræmkvæmdir við byggingu iðnaðarhúsnæðis eru í gangi. Allur almennur garðaúrgangur s.s jarðvegur, gras/hey og smærri greinar eiga að fara í jarðvegstippinn rétt sunnan við leikskólann...

Fræðsludagur skóla í Skagafirði haldinn í 12. skipti

16.08.2023
Fréttir
Fræðsludagur skóla í Skagafirði var haldinn í Miðgarði í gær. Þar kom saman starfsfólk leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskóla, starfsmenn á fjölskyldusviði og kjörnir fulltrúar fræðslunefndar. Fræðsludagurinn er árlegur viðburður í Skagafirði og er þetta í 12 sinn sem slíkur dagur er haldinn hátíðlegur. Tilgangur fræðsludags er fyrst og...