Sturlungulestur verður í Áskaffi sunnudaginn 1. mars kl 10:30 - 12:00. Nú er það Sturlu saga sem verður lesin.
Allir eru velkomnir hvort sem er til að lesa eða bara að hlusta !
Lestur úr Sturlungu sunnudaginn 22. febrúar í Áskaffi kl 10:30 - 12. Nú verður lesinn Haukdælaþáttur.
Allir velkomnir, hvort sem er til að lesa eða hlusta !
Því miður viðrar ekki til skíðaiðkunar í dag og hátíðin á skíðasvæði Tindastóls hefst því ekki fyrr en í fyrramálið en ágætis spá er fyrir laugardaginn
Veitu- og framkvæmdasvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða metnaðarfullan starfsmann við Eignasjóð. Starfshlutfallið er 100% og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Um helgina er vetrarhátíð á skíðasvæðinu í Tindastóli og vetrarfrí í grunnskólunum. Því eru breyttir opnunartímar í sundlaug Sauðárkróks og Varmahlíðarlaug.
Í dag 19. febrúar verður setningarathöfn vetrarhátíðinnar í Tindastóli í Sauðárkrókskirkju. Það er séra Sigríður Gunnarsdóttir sem setur athöfnina formlega kl 19:30.
Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra var veitt norræn viðurkenning á dögunum fyrir eftirlitsverkefni með veitingahúsum. Verkefnið hófst á vordögum 2014 í samráði við veitingamenn á svæðinu og var það tilnefnt í samkeppni um eftirlitsverkefni á Norðurlöndunum.