Fara í efni

Fréttir

Undirbúningsfundur fyrir Vetrarhátíðina í Tindastóli 29. janúar

28.01.2015
Fréttir
Vetrarferðaþjónustuhópur Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði boðar til spjalls og samstöðufundar á Kaffi Krók fimmtudaginn 29. janúar kl 12 á hádegi um vetrarhátíðina í Tindastóli. Hátíðin verður helgina 20. – 22. febrúar nk. Áhugasamir hvattir til að mæta og taka þátt í að efla þennan flotta viðburð til framtíðar.

Vetrarhátíð í Tindastóli 19.-22 febrúar

28.01.2015
Fréttir
Vetrarhátíð verður á skíðasvæði Tindastóls helgina 19. - 22. febrúar. Mikið fjör og mikið gaman !

Sveitarstjórnarfundur Sveitarfélagsins Skagafjarðar

26.01.2015
Fréttir
Næsti fundur Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 28. janúar 2015 kl: 16:15 í Ráðhúsinu á Sauðárkróki

Álagningu fasteignagjalda árið 2015 er lokið.

24.01.2015
Fréttir
Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður".

Þorrablót 60+ Ljósheimum 30. janúar

22.01.2015
Fréttir
Þorrablót fyrir heldri borgara 60+ verður í Ljósheimum föstudaginn 30. janúar kl 18

Króksblót 7. febrúar

22.01.2015
Fréttir
Króksblótið verður í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 7. febrúar kl 20.

Fjölmenningardagar í Ársölum

22.01.2015
Fréttir
Á föstudaginn, bóndadag, verður þorrablót í leikskólanum Ársölum á Króknum og í framhaldi af því verða fjölmenningardagar í skólanum

Footloose á N4

21.01.2015
Fréttir
Árshátíð eldri bekkja Varmahlíðarskóla var haldin síðastliðinn föstudag þegar Footloose var sett á svið í Miðgarði. Sjónvarpsstöðin N4 kíkti á generalprufuna.

Ársskýrsla Fornverkaskólans komin út

21.01.2015
Fréttir
Ársskýrsla Fornverkaskólans í Skagafirði fyrir árið 2014 er komin út og hefur starfsemi skólans verið heldur minni síðasta ár heldur en árin á undan því færri styrkir hafa fengist til starfseminnar.