OPIÐ HÚS Í IÐJU
Í tilefni að Alþjóðadegi fatlaðs fólks
3. desember n.k. verður Opið hús í Iðju Aðalgötu 21, frá kl. 10-15 þann dag.
Sölusýning á verkum notenda.
Milli kl. 14.00-14.30
kemur góður gestur og skemmtir
með ljúfum tónum.
Jólate iðjusamra ásamt meðlæti.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Allur ágóði sölunnar rennur til vinnustofu Iðjunnar
Laugardaginn 22.nóvember kl. 13-15 verður Foreldrafélag Varmahlíðarskóla með föndur og gleði um allan skóla. 10.bekkur verður með vöfflu- og kaffisölu í matsalnum. Allir velkomnir!
Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða starfsmann sem fyrst í 50% starf í liðveislu/heimaþjónustu. Í starfinu felst að aðstoða fatlaða einstaklinga við allar athafnir daglegs lífs, persónulegar og félagslegar. Þjónustan er veitt inni á heimili hvers og eins og utan þess þegar það á við hverju sinni.