Fara í efni

Fréttir

Lúsíuhátíð miðvikudaginn 17. des

16.12.2014
Fréttir
Á morgun miðvikudaginn 17. desember verður Lúsíuhátíð 6. bekkjar Árskóla og fer hópurinn víða um Krókinn

Fjárhagsáætlanir 2015-2018 samþykktar í sveitarstjórn

15.12.2014
Fréttir
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 og þriggja ára áætlun 2016-2018 voru lagðar fram á fundi sveitarstjórnar í dag til síðari umræðu og samþykktar með sjö atkvæðum. Fulltrúar K-listans og Vg og óháðra sátu hjá við afgreiðslu þeirra.

Starf í búsetu fatlaðs fólks er laust til umsóknar

12.12.2014
Fréttir
Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða kvenkyns starfsmann í búsetu fatlaðs fólks. Í starfinu felst að aðstoða fatlaðan einstakling við allar athafnir daglegs lífs, persónulegar og félagslegar. Þjónustan er veitt inni á heimili hans og eins utan þess þegar það á við.

Skíðasvæðið opnar í dag

12.12.2014
Fréttir
Skíðasvæðið í Tindastóli opnar kl 14 í dag, nógur snjór og flott færi

Fjölbreytt jóladagskrá í Skagafirði

12.12.2014
Fréttir
Nú er orðið jólalegt í Skagafirði, mikill snjór enda kominn 12. desember og mikið um að vera um helgina

Tindastóll - Skallagrímur 18. des.

11.12.2014
Fréttir
Tindastóll – Skallagrímur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í íþróttahúsinu á Sauðárkróki kl. 19:15.

Aðventutónleikar í Hóladómkirkju 17. des

11.12.2014
Fréttir
Sameiginlegir aðventutónleikar Skagfirska Kammerkórsins og kórs Hóladómkirkju kl 20:30 í Hóladómkirkju. Stjórnendur eru Helga Rós Indriðadóttir og Jóhann Bjarnason. Hugvekju flytur Sigríður Garðarsdóttir. Kaffi/te og smákökur í Undir Byrðunni að tónleikunum loknum.

Kennsla fellur niður vegna ófærðar

11.12.2014
Fréttir
Allir grunnskólarnir í Skagafirði hafa fellt niður kennslu í dag fimmtudaginn 11. desember vegna ófærðar

Jólaböll 28. des, Hofsósi, Krók, Miðgarði,Hegranesi

10.12.2014
Fréttir
Jólatrésskemmtun í Höfðaborg á Hofsósi kl. 14 Jólabarnaball Lionsklúbbsins kl. 14 í sal FNV á Sauðárkróki Jólatrésskemmtun Kvenfélags Seyluhrepps í Miðgarði kl. 15 Kvenfélag Rípurhrepps býður til jólaballs í félagsheimilinu í Hegranesi kl. 15