Fara í efni

Fréttir

Kveikt á jólatrénu á Króknum

28.11.2014
Fréttir
Mikið verður um að vera um helgina enda fyrsti sunnudagur í aðventu og jólaljósin tendruð á Kirkjutorgi

Starfsmaður óskast í Iðju

28.11.2014
Fréttir
Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 80% starf á dagvinnutíma. Í starfinu felst að sinna fötluðum einstaklingum. Hann sér um almenna umönnun þeirra vegna líkamlegra og félagslegra þarfa eftir því sem við á.

Nýtt bindi Byggðasögunnar kemur út í dag

28.11.2014
Fréttir
Nýjasta bindi Byggðasögu Skagafjarðar kemur út í dag og eru það byggðir Hofshrepps sem fjallað er um í bókinni.

Árshátíð 8. og 9. bekkjar Árskóla 3. og 4. des

28.11.2014
Fréttir
Árshátíð 8. og 9. bekkjar Árskóla verður haldin í Bifröst miðvikudaginn 3. og fimmtudaginn 4. desember. Sýningar kl 17:00 og 20:00 báða dagana.

Dagur atvinnulífsins Miðgarði 2. des

28.11.2014
Fréttir
Dagur atvinnulífsins á Norðurlandi vestra verður haldinn í Miðgarði þriðjudaginn 2. desember kl 14:00. Dagskráin er á vegum SSNV og verða hvatningarverðlaun samtakanna afhent af þessu tilefni.

Kósý aðventukvöld Húsi frítímans 1. des

28.11.2014
Fréttir
Kósý aðventukvöld í tali og tónum verður í húsi frítímans mánudaginn 1. des kl 20:00 Ýmsir flytjendur koma fólki í jólaskapið og Endurhæfingarstöð HSS verður færð gjöf Konfekt, piparkökur, jólat, kaffi og kósýheit. Allir velkomnir og frítt inn !

Útgáfuhátið Byggðasögu Skagafjarðar 2. des

28.11.2014
Fréttir
Útgáfu Byggðasögu Skagafjarðar verður fagnað þriðjudaginn 2. desember kl 20:00 í Höfðaborg Hofsósi. Upplestur verður úr nýju bókinni og flutt ávörp. Allir velkomnir !

Jólamarkaður Húsi frítímans 29. nóv

28.11.2014
Fréttir
Jólamarkaður verður í Húsi frítímans laugardaginn 29. nóvember frá kl 12-17. Fjölbreytt vöruúrval, heitt á könnunni og allir velkomnir !

Friðarganga og jólabingó

27.11.2014
Fréttir
Næstkomandi sunnudagur er sá fyrsti í aðventu og jólaundirbúningur skólanna í fullum gangi, friðarganga Árskóla, jólabingó Varmahlíðarskóla og kertasala hjá Grunnskólanum austan Vatna