Fara í efni

Fréttir

Hitaveitan komin í lag á Króknum

16.03.2023
Fréttir
Nú er rennsli heita vatnsins á Sauðárkróki komið í lag, þökk sé hækkandi lofthita og sparnaði notenda. Búið er að opna sundlaugina aftur og gert er ráð fyrir örlítið hlýrra veðri næstu daga þó frostið bíti áfram. Það ætti því ekki að koma til frekari truflana á rennsli en íbúar eru áfram hvattir til þess að fara vel með...

Vinnslutillögur að breytingum á Aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035

16.03.2023
Fréttir
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti þann 8. mars 2023 að kynna vinnslutillögur að breytingum á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagsaga nr. 123/2010. Breytingarnar taka til íbúðarbyggðar á Sauðárkróki og Hofsósi, íþróttasvæðis hestamanna á Sauðárkróki, kirkjugarðsins á Nöfum, Varmahlíðarskóla og nágrenni...

Truflanir á hitaveitu á Sauðárkróki

16.03.2023
Fréttir
Vegna kuldans sem nú ríkir virðist sem þrýstingur hafi fallið í hitaveitu í bænum, fyrst í efri byggðum en síðar í öllum bænum. Búið er að loka sundlauginni og biðja stórnotendur að draga úr notkun. Skagafjarðarveitur biðja viðskiptavini sína að draga úr heitavatnsnotkun eftir því sem kostur er, minnka innspýtingar í plön og rennsli í heita...

Sundlaugin á Sauðárkróki lokuð í dag, opið í heita potta og gufu

16.03.2023
Fréttir
Vegna mikillar frosthörku hefur verið ákveðið að loka sundlauginni á Sauðárkróki í dag til þess að spara heita vatnið. Opið verður í heitu pottana og gufu. Staðan verður endurmetin fyrir morgundaginn. UPPFÆRT KL. 14:10 - Búið er að opna sundlaugina á ný.

Atvinnulífssýning í íþróttahúsinu á Sauðárkróki 20.-21. maí 2023

15.03.2023
Fréttir
Ákveðið hefur verið að halda atvinnulífssýningu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 20.-21. maí nk. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem er í þjónustu, framleiðslu, mannlífi og menningu í Skagafirði, vekja jákvæða athygli á samfélaginu okkar, kynna sprota og nýsköpun í atvinnulífi og síðast en ekki síst skapa...

Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúðar í almenna íbúðaleigukerfinu

14.03.2023
Fréttir
Um er að ræða eina tveggja herbergja íbúð, Laugatún 21 nh. á Sauðárkróki. Markmið Skagfirskra leiguíbúða hses. er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. laga um almennar leiguíbúðir við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að...

Ragnar Helgason ráðinn í starf sérfræðings á fjölskyldusviði

13.03.2023
Fréttir
Ragnar Helgason hefur verið ráðinn í starf sérfræðings á fjölskyldusviði. Ragnar tekur við starfinu af Erlu Hrund Þórarinsdóttur sem lét nýlega af störfum. Fjármálasérfræðingur starfar á fjölskyldusviði og kemur að þjónustu við allar þrjár fagstoðir sviðsins; félagsþjónustu, frístundaþjónustu og fræðsluþjónustu. Starfið felur m.a. í sér gerð...

Gunnar Páll Ólafsson ráðinn í starf verkstjóra

10.03.2023
Fréttir
Gunnar Páll Ólafsson hefur verið ráðinn í starf verkstjóra Þjónustumiðstöðvar á Veitu- og framkvæmdasviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Gunnar Páll lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun árið 2016 frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Gunnar Páll er með réttindi á stórar vinnuvélar sem og aukin ökuréttindi (meirapróf). Þar að auki hefur hann sótt...

Bryndís Lilja Hallsdóttir ráðin sviðsstjóri fjölskyldusviðs Skagafjarðar

09.03.2023
Fréttir
Staða sviðsstjóra fjölskyldusviðs Skagafjarðar var auglýst laus til umsóknar í janúar sl. Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur nú ákveðið að ráða Bryndísi Lilju Hallsdóttur í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Alls sóttu sjö um stöðuna, þar af drógu tveir umsóknir sínar til baka. Bryndís Lilja lauk MS-gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið...