Eins og komið hefur fram hér á vefnum var lokahátíð Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í Háskólanum í Reykjavík síðastliðinn sunnudag. Fimm keppendur voru úr Skagafirði, tveir úr Grunnskólanum austan Vatna og þrír úr Varmahlíðarskóla. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum og hlaut Varmahlíðarskóli silfurverðlaun í einum þeirra og Grunnskólinn austan Vatna bronsverðlaun í öðrum.
Dagana 22. - 23. maí voru vinnusmiðjur í Háskólanum í Reykjavík þar sem 45 krakkar sem komust í úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskólanema útfærðu hugmyndir sínar. Lokahófið með verðlaunaafhendingum var við hátíðlega athöfn í gær þar sem nemandi úr Varmahlíðarskóla hlaut silfurverðlaun
Skráning í Sumar Tím eða tómstundir, íþróttir og menningu hefst mánudaginn 26. maí. Rafræn skráning verður á síðunni tim.skagafjordur.is og eru námskeiðin fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Umsóknarfrestur er til 29. maí.
Kvöldstund í Kakalaskála tileinkuð Sturlu Þórðarsyni höfundi Íslendingasögu þriðjudaginn 29. júlí kl 20
Einar Kárason rithöfundur og Sigurður Hansen sagnamaður fjalla um skáldið