Fara í efni

Fréttir

Umsækjendur um starf mannauðsstjóra

14.04.2014
Fréttir
Alls sóttu 33 umsækjendur um starf mannauðsstjóra hjá sveitarfélaginu, þar af drógu sjö umsókn sína til baka. Hér að neðan er nafnalisti umsækjenda í starfrófsröð.

Hraðatakmarkanir á Sauðárkróki

14.04.2014
Fréttir
Þessa dagana er unnið að uppsetningu skilta vegna lækkunar hámarkshraða í íbúagötum á Sauðárkróki. Nokkrar umræður hafa verið um þessi mál á síðustu árum og á fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 voru lagðar 3 milljónir í verkefnið. Verkið tafðist af ýmsum ástæðum en nú er uppsetning skilta langt komin og stefnt að því að hraðatakmarkanir taki gildi 1. maí nk.

Páskaopnun sundlauga í Skagafirði

10.04.2014
Fréttir
Um páskana verða sundlaugarnar á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð opnar sitt á hvað þannig að alla dagana er hægt að skreppa í sund í firðinum.

Árshátíð 1.-6. bekkjar Varmahlíðarskóla 10. apríl

10.04.2014
Fréttir
Árshátíð í Miðgarði 10. apríl kl 14

Kvennakórinn Sóldís tónleikar 23. apríl á Sauðárkróki

09.04.2014
Fréttir
Kvennakórinn Sóldís í Skagafirði heldur tónleika í Sauðárkrókskirkju miðvikudaginn 23. apríl, síðasta vetrardag, kl. 20:30

Styttist í að skráningum á atvinnulífssýningu á Sauðárkróki ljúki

08.04.2014
Fréttir
Skráningar á atvinnulífssýninguna Lífsins gæði og gleði 2014 eru nú í fullum gangi en miðað er við að skráningum ljúki miðvikudaginn 10. apríl nk.

Sveitarstjórnarfundur Sveitarfélagsins Skagafjarðar

07.04.2014
Fréttir
Fundur verður haldinn í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar miðvikudaginn 9. apríl nk. kl. 16:15 í Safnahúsi við Faxatorg.

Sveitarstjórnarkosningar - upplýsingar frá Þjóðskrá

07.04.2014
Fréttir
Laugardagurinn 10. maí 2014 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninganna sem hafa verið auglýstar þann 31. maí n.k.

Árshátíð Grunnskólans austan Vatna Hofsósi 11. apríl

07.04.2014
Fréttir
Árshátíð Grunnskólans á Hofsósi verður haldin föstudaginn 11. apríl og hefst hún kl. 20. Þar munu nemendur að vanda bjóða upp á góða skemmtun og á eftir verða kaffiveitingar og dansiball til kl. 00:30. Foreldrar nemenda í 8.-10. bekk leggja til veitingar.