Fara í efni

Fréttir

Umsóknarfrestur í Ræsingu rennur út 12. júní

10.06.2014
Fréttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt Sveitarfélaginu Skagafirði og Kaupfélagi Skagfirðinga, efnir til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir í Skagafirði. Einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðið að senda inn verkefni og sækja um þátttöku. Við minnum á að umsóknarfresturinn er að renna út eftir tvo daga, er til 12. júní.

Heitavatnslaust á Sauðárkróki á föstudaginn

10.06.2014
Fréttir
Vegna tengingar á nýrri stofnlögn verður heitavatnslaust á Sauðárkróki frá kl. 22. föstudaginn 13. júní nk. og fram eftir degi laugardaginn 14. júní

Grunnskólinn austan Vatna auglýsir kennslustöður lausar til umsóknar

06.06.2014
Fréttir
Á Hofsós vantar smíða-, handmennta-, myndmennta- og umsjónarkennara. Blönduð staða deildarstjórnunar og almennrar kennslu er laus á Sólgörðum, ásamt því að kennara og umsjónarkennara vantar á Hóla í Hjaltadal.

Opnun Sundlaugar Sauðárkróks tefst

06.06.2014
Fréttir
Vegna óviðráðanlegra orsaka munu viðgerðir á Sundlaug Sauðárkróks tefjast um nokkra daga og lokun hennar lengjast. Opnun verður auglýst síðar.

Búið að mynda meirihluta í nýkjörinni sveitarstjórn Skagafjarðar

06.06.2014
Fréttir
Búið er að ganga frá myndun meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fyrir næsta kjörtímabil. Framsóknarflokkurinn fékk 5 menn kjörna og Sjálfstæðisflokkurinn 2, Vinstri grænir og óháðir og Skagafjarðarlistinn sinn mann hvor.

Sveitarstjórnarfundur Sveitarfélagsins Skagafjarðar

05.06.2014
Fréttir
Síðasti fundur núverandi sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 11. júní kl. 16:15 í Safnahúsi við Faxatorg.

Ræsing í Skagafirði

05.06.2014
Fréttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt Sveitarfélaginu Skagafirði og Kaupfélagi Skagfirðinga, efnir til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir í Skagafirði. Einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðið að senda inn verkefni og sækja um þátttöku. Umsóknarfrestur er til 12. júní.

Skagafjarðarveitur skrifa undir verksamning við Frumherja

05.06.2014
Fréttir
Miðvikudaginn 4. júní var undirritaður verksamningur milli Skagafjarðarveitna og Frumherja ehf. vegna mælaleigu. Samningurinn er til 12 ára sem er löggildingatími mælanna. Frumherji leigir Skagafjarðarveitum mælana og sér um viðhald og þjónustu.

Laust starf - deildarstjóri Árvistar

05.06.2014
Fréttir
Deildarstjóri Árvistar stýrir daglegu starfi í Árvist sem er heilsdagsskóli Árskóla. Um er að ræða 70% starf seinni hluta dags.