Kl. 14 verður safnast saman í Selvík á Skaga þar sem Helgi Hannesson, leiðsögumaður og framhaldsskólakennari, segir frá Flóabardaga (um 45 mín. akstur frá Króknum).
Á staðnum verða félagar frá Grettistaki með leiki fyrir börnin.
Kl. 20 er Ásbirningablót í Kakalaskála í Kringlumýri.
Þór Hjaltalín, minjavörður Norðurlands vestra, flytur erindi um höfðingja og hirðmenn. Einar Georg Einarsson, kennari og sagnaþulur, frá Laugarbakka verður með erindi um Guðmund góða.
Bára Grímsdóttir og Chris Foster sjá um tónlistarflutning. Veislustjóri er Sigurður Hansen.
Hótel Varmahlíð sér um kræsingarnar að miðaldahætti.
Miðaverð á blótið er 5.500 kr. Tekið er við pöntunum í síma 453 8170 fyrir kl. 20 föstudaginn 15. ágúst.
Sögustund í Auðunarstofu miðvikudaginn 16. júlí kl 20
Kristín Jónsdóttir félagi á Sturlungaslóð spjallar um Kolbein unga Arnórssons og riddarasögur miðalda.
Sögustund á Miklabæ miðvikudaginn 2. júlí kl 20
Sigríður Sigurðardóttir félagi á Sturlungaslóð fjallar um samband Kolbeins unga við þá Miklabæjarfeðga, Kálf og Guttorm, í Miklabæjarkirkju.