Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 30. janúar sl. ítrekuðu byggðarráðsfulltrúar ósk sína til heilbrigðisráðherra um svör við erindum sem send voru 11. október 2013 og 9. janúar 2014 en í þeim erindum mótmælti sveitarfélagið framkomnum hugmyndum um sameiningar heilbrigðisstofnana og óskaði eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að sveitarfélagið yfirtæki rekstur stofnunarinnar með samningi við ríkið.
Ferðaþjónustu- og upplýsingavefurinn www.visitskagafjordur.is hefur nú gengið í gegnum heildarendurskoðun og tekið gagngerum útlitsbreytingum samhliða því sem nýtt vefumsjónarkerfi hefur verið tekið í notkun. Er þar um að ræða vefumsjónarkerfið Moya frá Stefnu ehf. á Akureyri.
Atvinnu- og nýsköpunarhelgin fer fram á Akureyri í fjórða sinn helgina 28. - 30. mars. Viðburðurinn er haldinn í þeim tilgangi að hjálpa einstaklingum að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.