Fara í efni

Fréttir

Hillir loks undir að Strandvegurinn/Þverárfjallsvegur (744) um Sauðárkrók verði kláraður

06.08.2013
Fréttir
Í 16. tbl./2013 Framkvæmdafrétta Vegagerðarinnar auglýsa Vegagerðin og Sveitarfélagið Skagafjörður útboð á fyrirhugaðri framkvæmd við Strandveg á Sauðárkróki. Framkvæmdin nær til 385 m kafla af Strandvegi til móts við norðurenda Aðalgötu á Sauðárkróki.

Aukin þjónusta í Íbúagátt sveitarfélagsins

02.08.2013
Fréttir
Í Íbúagáttinni geta viðskiptavinir sveitarfélagsins, nú séð afrit útgefinna reikninga á viðkomandi kennitölu, ásamt því að sjá hreyfingar viðskiptareiknings. Aðgangurinn er fyrir alla einstaklinga 18 ára og eldri sem og lögaðila. Ekki er skilyrði að eiga lögheimili í sveitarfélaginu.

Héraðsbókasafn Skagfirðinga verður lokað í dag, miðvikudaginn 31. júlí.

31.07.2013
Fréttir
Héraðsbókasafn Skagfirðinga verður lokað í dag, miðvikudaginn 31. júlí.

Sveitarfélagið tekur nýtt vefumsjónarkerfi í notkun

30.07.2013
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur nú virkjað nýja heimasíðu fyrir sveitarfélagið, sem unnin er í vefumsjónarkerfinu Moya frá Stefnu ehf. á Akureyri. Stofnanir sveitarfélagsins munu hleypa af stokkunum sínum síðum í kjölfarið á næstu vikum.

Grunnskólinn austan Vatna óskar eftir að ráða kennara til starfa næsta skólaár.

12.07.2013
Fréttir
Grunnskólinn austan Vatna óskar eftir að ráða kennara til starfa næsta skólaár. Um er að ræða 50% starf.

Ráðið í stjórnunarstöður í leikskólum og grunnskólum í Skagafirði.

12.07.2013
Fréttir
Ráðið hefur verið í auglýstar stjórnunarstöður í leik- og grunnskólum í Skagafirði. Við grunnskólann austan Vatna var Jóhann Bjarnason ráðinn skólastjóri og Bjarki Már Árnason aðstoðarskólastjóri. Við Varmahlíðarskóla var Álfheiður Freyja Friðbjarnardóttir ráðin skólastjóri og við leikskólann Ársali á Sauðárkróki var Sólveig Arna Ingólfsdóttir ráðin aðstoðarleikskólastjóri. Þeim er öllum óskað farsældar í störfum sínum.

Styrkir til bættrar einangrunar – Átaksverkefni 2013

12.06.2013
Fréttir
Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis.

Króksmót

06.06.2013
Fréttir
Fyrir stráka í 7., 6. og 5. flokki. Mótið er haldið við frábærar aðstæður á Sauðárkróki helgina 10. - 11. ágúst 2013.

Gæran - tónlistarhátíð

06.06.2013
Fréttir
Tónlistarhátíðin Gæran 2013 verður haldin dagana 15. og 17. ágúst nk. Dagsetningin var tilkynnt á dögunum og því er öllum óhætt að merkja umrædda helgi inn á dagatalið sitt og byrja að telja niður.