Fara í efni

Fréttir

Kraftur 2013 útivistar- og sportsýning Reiðhöllinni Svaðastöðum 16. - 17. nóv

14.11.2013
Fréttir
Kraftur 2013 útivistar- og sportsýning Reiðhöllinni Svaðastöðum 16. – 17. nóv Opið 11 – 19 laugardag og 11 – 16 sunnudag Uppboð til styrktar björgunarsveitunum í Skagafirði laugardag kl 15 Myndataka fyrir börn á tækjum laugardag kl 14-17 Veitingasala o.fl.

Viðburðir í skólum Skagafjarðar í tilefni dags íslenskrar tungu

14.11.2013
Fréttir
Á laugardaginn 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu en sá dagur er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar skálds og náttúrufræðings sem fæddist á Hrauni í Öxnadal 1807. Ýmislegt verður gert í skólum Skagafjarðar í tilefni dagsins

Tillaga Byggðaráðs um tímabundna niðurfellingu gatnagerðagjalda

12.11.2013
Fréttir
Á fundi Byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar 7. nóvember síðastliðinn kom fram tillaga um að framlengja tímabundna niðurfellingu gatnagerðagjalda af byggingum við tilbúnar lóðir á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð til 1. júlí 2014

Afmælishátíð og þemadagar í Árskóla

12.11.2013
Fréttir
12. – 15. nóvember verða þemadagar og afmælishátíð Árskóla en skólinn er nú 15 ára sem sameinaður skóli á Sauðárkróki. Af því tilefni verður opið hús á fimmtudeginum 14. nóv frá kl 13 – 22 og föstudeginum 15. nóv kl 8 – 18 og leiðsögn um skólann á hálfa og heila tímanum.

Tendrun ljósa á jólatré og viðburðir í jóladagatal Skagafjarðar

08.11.2013
Fréttir
Líkt og undanfarin ár gefur vinabær Skagafjarðar í Noregi, Kongsberg, íbúum Skagafjarðar jólatré sem verður staðsett á Kirkjutorginu á Sauðárkróki. Ljósin á trénu verða tendruð laugardaginn 30. nóvember nk. kl. 15:30 við hátíðlega athöfn.

Hreyfitorg - nýr vefur

06.11.2013
Fréttir
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands vekur athygli á nýrri vefsíðu, Hreyfitorgi, en tilgangur með síðunni er að veita góða yfirsýn yfir valkosti sem í boði eru hverju sinni á sviði hreyfingar um land allt.

Auglýsing um deiliskipulag: Héraðsdalur 2 í Skagafirði

06.11.2013
Fréttir
Skipulags- og byggingarfulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir tillögu að deiliskipulagi um hluta jarðarinnar Héraðsdals 2 í Skagafirði sem verður til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins og hér á heimasíðunni 6. nóv til 20. des 2013

Lokað í sundlaug Sauðárkróks föstudaginn 8. nóv frá 8:00-16:00

04.11.2013
Fréttir
Lokað verður í sundlaug Sauðárkróks föstudaginn 8. nóvember frá kl 8:00-16:00 en opið frá kl 16:00-20:00

Lestur úr Sturlungu í Byggðasafni Skagfirðinga

01.11.2013
Fréttir
Næstkomandi sunnudag 3. nóv hefst lestur í Áshúsi við Glaumbæ úr Sturlungu kl 10:30 - 12:00