Fjárhagsáætlun 2014 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í gær. Í greinargerð sveitarstjóra kemur meðal annars fram að áætlunin sýni aðhald og hagkvæmni í rekstri samhliða því að standa vörð um þá þjónustu sem veitt er.
Jólavaka Grunnskólans austan Vatna verður haldin fimmtudaginn 12. desember í félagsheimilinu Höfðaborg kl. 20:30. Þar geta allir upplifað notalega jólastemmingu, segir á heimasíðu skólans, þar sem nemendur stíga á stokk.
Það er búið að vera kalt í Skagafirði í dag líkt og víða á landinu. Frostið fór þannig í -21 °C á Sauðárkróksflugvelli kl. 9 í morgun og er búið að vera nálægt -20 °C í allan dag. Notkun á heitu vatni hjá Skagafjarðarveitum er verulega meiri í kuldatíðinni heldur en er á meðaldegi að vetrarlagi.